Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2016 | 10:00
Shingo Katayama með ansi hreint sérstaka púttrútínu

Japanski kylfingurinn Shingo Katayama er með ansi hreint sérstaka púttrútínu. Sjá má rútínuna hans Katayama á Instagram m.a. í grein á Golf Digest með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2016 | 07:30
Evróputúrinn: Pelle Edberg og Scott Hend efstir á Thaíland Classic í hálfleik

Það eru Pelle Edberg frá Svíþjóð og Scott Hend frá Ástralíu, sem voru efstir og jafnir eftir 2. dag á True Thailand Classic, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum. Báðir hafa leikið á samtals 12 undir pari, hver. Þriðji hringurinn er þegar hafinn og má fylgjast með stöðunni á skortöflu hér að neðan. Það er Thomas Pieters, frá Belgíu sem hefir sótt í sig veðrið á 3. hring True Thaíland Classic mótinu og geysist upp skortöfluna eins og sjá má. Til þess að sjá stöðuna á True Thaíland Classic mótinu eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2016 | 07:00
PGA: Steve Stricker og Will MacKenzie efstir á Valspar í hálfleik

Það eru þeir Steve Stricker og Will MacKenzie sem eru efstir og jafnir á Valspar Championship. Báðir eru þeir búnir að spila á samtals 5 undir pari, 137 höggum; Stricker (71 66) og MacKenzie (70 67). Þrír deila 3. sætinu á samtals 4 undir pari, hver: Graham DeLaet, Daniel Berger og Bill Haas. Til þess að sjá stöðuna á Valspar Championship SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Valspar Championship SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2016 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Sigríður Erlings- dóttir og Jón Andri Finnsson – 11. mars 2016

Það eru Sigríður Erlingsdóttir og Jón Andri Finnsson, sem eru afmæliskylfingar dagsins. Sigríður er fædd 11. mars 1976 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!! Sigríður er í Golfklúbbi Sandgerðis og reyndar fv. formaður klúbbsins. Komast má á facebooksíðu Sigríðar til þess að óska henni til hamingu með merkisafmælið hér að neðan: Sigríður Erlingsdóttir (40 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Jón Andri er fæddur 11. mars 1973 og á því 43 ára afmæli í dag!!! Jón Andri er í Golfklúbbi Reykjavíkur, er þar einn félaga í Elítunni, lokaðs hóps lágforgjafarkylfinga. Jón Andri er í sambúð með Ragnhildi Sigurðardóttur, og á eina dóttur. Komast má á facebooksíðu Jóns Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2016 | 12:00
Elín Nordegren með kærastanum í Ölpunum

Elín Nordegren, fyrrum eiginkona Tiger Woods virðist aftur tekinn saman við billjónerann Chris Cline. Sögusagnir voru á sveimi að þau væru hætt saman. En síðan sást nú á dögunum til þeirra í lúxus-skíðastaðnum St. Moritz í Sviss. Á meðfylgjandi mynd sem náðist af þeim skötuhjúum, dregur Cline, 57 ára, Nordegren, 36 ára, að sér og kyssir hana á kinnina, þar sem þau eru að taka sér hlé frá því að renna sér niður brekkurnar. Sagt var að þau hefðu skilið 2014, en þau kynntust fyrst fyrir 5 árum þegar Elín keypti eign nærri heimili Cline og sameiginlegur vinur þeirra beggja kynnti þau.
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2016 | 08:24
LET: Fylgist með World Ladies Championship HÉR!

Mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna er World Ladies Championship. Það mót fer fram á Mission Hills vellinum í Kína. Annar hringurinn er þegar hafinn. Sú sem er í forystu sem stendur er Bo Kyung Kim frá Suður-Kóreu, en það gæti breyst eftir því sem líður á daginn. Fylgjast má með stöðunni á World Ladies Championship með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2016 | 08:14
Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín og Ragnar Már keppa í dag á Border Olympics mótinu!!!

Þeir Haraldur Franklín Magnús, GR og Ragnar Már Garðarson, GKG, og the Ragin Cajuns, golflið Louisiana Lafayette keppa í dag á Border Olympics golfmótinu. Mótið fer fram í Laredo CC í Texas. Þátttakendur eru u.þ..b. 100 frá 18 háskólum, þannig að um fremur stórt mót er að ræða. Vonandi að þeim Haraldi Franklín og Ragnari Má gangi sem best!!! Fylgjast má með þeim Haraldi Franklín og Ragnari Má með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2016 | 08:06
PGA: Bradley, Duke og Howell III efstir e. 1. dag á Valspar Championship

Það eru þeir Keegan Bradley, Ken Duke og Charles Howell III, sem deila forystunni eftir 1. dag á Valspar Championship, en mótið er mót vikunnar á PGA Tour. Allir hafa þeir spilað á 4 undir pari, 67 höggum. Að venju er leikið á Innisbrook Resort (Copperhead) í Palm Harbor, Flórída. Til þess að sjá stöðuna á Valspar Championship eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Valspar Championship SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2016 | 22:00
Afmæliskylfingur dagsins: Inga Magnúsdóttir – 10. mars 2016

Það er margfaldur Íslandsmeistari og klúbbmeistari GA, Inga Magnúsdóttir, sem á afmæli í dag, en hún er fædd 10. mars 1939. Inga er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hún er móðir Magnúsar Birgissonar, golfkennara og stórkylfinganna Sólveigar og Laufeyjar. Komast má á facebook síðu Ingu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Elsku Inga Magnúsdóttir – innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ágúst Ólafur Ágústsson, 10. mars 1977 (39 ára); Korinna Elísabet Bauer, 10. mars 1981 (35 ára); Allskonar Föt Og Ýmislegt, 10. mars 1981 (35 árs); Kvartettinn Clinton, 10. mars 1986 (30 ára); Sálin Hans Jóns Míns, 10. mars 1988 (28 ára). Golf 1 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2016 | 20:00
Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá í 2. sæti á Fresno State Classic!!!

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Fresno State, náði þeim stórglæsilega árangri að ná 2. sætinu í einstaklingskeppni á Fresno State Classic mótinu. Mótið fór fram 7.-8. mars sl. Guðrún Brá var með tvo glæsihringi undir pari (71 68). Þjálfari Fresno State var að vonum ánægð með árangur Guðrúnar Brár og má sjá umfjöllun hennar um Guðrúnu Brá á heimasíðu Fresno State með því að SMELLA HÉR: Fresno State varð efst af 15 liðum sem þátt tóku í mótinu og er það enkum að þakka Guðrúnu Brá og liðsfélaga hennar, Kristen Simonsen, sem varð í 5. sæti. Helstu úrslit voru eftirfarandi: Liðakeppni 1. Fresno State: 286-291=577 (+1) 2. Boise State: 293-292=585 Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

