Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2016 | 12:00

Elín Nordegren með kærastanum í Ölpunum

Elín Nordegren, fyrrum eiginkona Tiger Woods virðist aftur tekinn saman við billjónerann Chris Cline.

Sögusagnir voru á sveimi að þau væru hætt saman.

En síðan sást nú á dögunum til þeirra í lúxus-skíðastaðnum St. Moritz í Sviss.

Á meðfylgjandi mynd sem náðist af þeim skötuhjúum, dregur Cline, 57 ára, Nordegren, 36 ára, að sér og kyssir hana á kinnina, þar sem þau eru að taka sér hlé frá því að renna sér niður brekkurnar.

Sagt var að þau hefðu skilið 2014, en þau kynntust fyrst fyrir 5 árum þegar Elín keypti eign nærri heimili Cline og sameiginlegur vinur þeirra beggja kynnti þau.