Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Mynd: Björgvin Sigurbergsson
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2016 | 20:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá í 2. sæti á Fresno State Classic!!!

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Fresno State, náði þeim stórglæsilega árangri að ná 2. sætinu í einstaklingskeppni á Fresno State Classic mótinu.

Mótið fór fram 7.-8. mars sl.

Guðrún Brá var með tvo glæsihringi undir pari (71 68).

Þjálfari Fresno State var að vonum ánægð með árangur Guðrúnar Brár og má sjá umfjöllun hennar um Guðrúnu Brá á heimasíðu Fresno State með því að SMELLA HÉR: 

Fresno State varð efst af 15 liðum sem þátt tóku í mótinu og er það enkum að þakka Guðrúnu Brá og liðsfélaga hennar, Kristen Simonsen, sem varð í 5. sæti.

Helstu úrslit voru eftirfarandi:

Liðakeppni
1. Fresno State: 286-291=577 (+1)
2. Boise State: 293-292=585 (+9)
3. CSU Fullerton: 300-288=588 (+12)
4. Santa Clara: 295-297=592 (+16)
5. New Mexico State: 298-297=595 (+19)
6. Nevada: 300-298=598 (+22)
T7. Georgetown: 299-301=600 (+24)
T7. Sacramento State: 314-286=600 (+24)
9. Portland State: 302-299=601 (+25)
10. Seattle: 305-300=605 (+29)
11. Rutgers: 313-304=617 (+41)
12. Montana: 314-315=629 (+53)
13. Florida Gulf Coast: 310-321=631 (+55)
14. Grand Canyon: 319-319=638 (+62)
15. Idaho: Ekkert skor

Árangur Fresno State liðsins:
T2. Gudrun Bjorgvinsdottir: 68-71=139 (-5)
5. Kristin Simonsen: 71-74=145 (+1)
T12. Yifei Wang: 75-73=148 (+4)
T12. Mimi Ho: 75-73=148 (+4)
T25. Hannah Sodersten: 72-78=150 (+6)
T50. * Joanna Kim: 76-79=155 (+11)
T60. * Samantha Spencer: 80-78=158 (+14)
T75. * Kaitlyn Ellis: 86-79=165 (+21)
T78. * Kayla Luis: 82-84=166 (+22)

Þær sem merktar eru með * kepptu sem einstaklingar.