Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2016 | 20:00
Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Th. Matthíesen og Nökkvi Freyr Smárason ——— 17. mars 2016

Afmæliskylfingar dagsins eru Sigríður Th. Matthíesen og Nökkvi Freyr Smárason. Sigríður er fædd 17. mars 1946 og á því 70 ára merkisafmæli í dag!!! Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Sigríði frá árinu 2011, með því að SMELLA HÉR: Golf 1 óskar Sigríði innilega til hamingju með stórafmælið!!! Nökkvi Freyr er fæddur 17. mars 1996 og á því 20 ára afmæli. Komast má á facebooksí´ðu Nökkva Freys til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Nökkvi Freyr Smárason (20 ára – innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a. Bobby Jones, f. 17. mars 1902 – d. 18. desember Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2016 | 17:00
Spieth í fyndinni auglýsingu

Það er ýmislegt sem kylfingar taka sér fyrir hendur. Eitt er að leika í auglýsingum – en það gerði nr. 1 á heimslistanum, Jordan Spieth og er að auglýsa „Mac and Cheese“ eða ostamakkarónur, sem Bandaríkjamenn borða svo gjarna. Auglýsingin er fyndin því Spieth er í matsal ESPN og hefur þar kaddýinn sinn, Michael Greller, til að rétta sér mataráhöldin. Vandræðin eru: Á hann að borða ostamakkarónurnar með gaffli eða skeið? Ósköp svipað og „Á ég að taka dræver eða 3-tré?“ Best að skoða herlegheitin sjálf SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2016 | 16:30
GO: Golfklúbburinn Oddur semur við MP Golf

Golfklúbburinn Oddur hefur endurnýjað samstarfssamning sinn við MP Golf sem mun áfram sinna golfkennslu á Urriðavelli. Samstarf Golfklúbbsins Odds og MP Golf hefur verið mjög farsælt um árabil og er það mikið ánægjuefni fyrir klúbbinn að samkomulag hafi náðst um áframhaldandi samstarf. Undir merkjum MP Golf starfa golfkennararnir Magnús Birgisson, Phill Andrew Hunter, Rögnvaldur Magnússon og Andrea Ásgrímsdóttir. MP Golf mun bjóða upp á golfkennslu fyrir félagsmenn á Lærlingi, æfingasvæði Golfklúbbsins Odds, auk þess sem boðið verður upp á ýmis námskeið. MP Golf mun einnig stýra barnanámskeiðum klúbbsins í sumar og heldur utan um afreksstarf klúbbsins. „Það gleður okkur að njóta starfskrafta Magnúsar og Phill áfram enda báðir reynslumiklir og Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2016 | 14:00
Hver er kylfingurinn: Adam Scott (5/5)

Hér fer síðasta af 5 greinum til kynningar á Scott og er nú farið yfir feril hans til dagsins í dag, 17. mars 2016: Árið 2011 í ferli Adam Scott Scott náði besta árangri sínum í risamóti fram til þess tíma þegar hann varð jafn öðrum í 2. sæti á the Masters 2011 saman með landa sínum Jason Day, en þeir báðir voru 2 höggum á eftir sigurvegaranum Charl Schwartzel. Scott var einn í forystu á 71. holu, en 4 fuglar í röð frá Schwartzel urðu til þess að Scott tapaði með 2 höggum. Sigur á WGC-Bridgestone Invitational Þar sem Tiger Woods var meiddur á Opna bandaríska og Opna breska 2011 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2016 | 12:15
Rory telur einu leiðina að stöðva Scott sé að leyfa löngu pútterana aftur!

Adam Scott hefir verið á heilmikilli sigurför innan stórmóta golfsins það sem af er ársins. Hann sigraði á The Honda Classic 28. febrúar sl. og á Cadillac meistaramótinu á heimsmeistaramótaröðinni. Nr. 2 á heimslistanum, Rory McIlroy, telur að eina leiðin til að stoppa sigurför Adam Scott sé að leyfa magapúttera aftur, en Scott notaði einmitt slíka púttera. Scott, 35 ára, tekur ásamt Rory þátt í Arnold Palmer Invitational á Bay Hill, sem hefst í dag og freistar þess þá að sigrað í 3. mótinu, það sem af er árs. Scott hefir sagt í blaðaviðtölum að hann sé með meira sjálfsöryggi nú en nokkru sinni á flötunum frá því að hann skipti yfir úr Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2016 | 11:45
GSÍ: Afrekshópar á æfingu s.l. helgi

Afrekshópar Golfsambands Íslands komu saman um s.l. helgi (12.-13. mars 2016) þar sem æft var af krafti undir handleiðslu landsliðsþjálfara GSÍ. Dagskráin var viðamikil og stærri en oft áður. Æft var í aðstöðu Keilis í Hraunkoti, hjá GKG og Sporthúsinu en þessir aðilar hafa stutt vel við bakið á afrekshópunum í vetur. Sjá má hvernig afrekshópur GSÍ 2016 er skipaður með því að SMELLA HÉR: Á golfæfingunum var lagt upp með ýmsar keppnir, maður á mann, ungir gegn eldri og þess háttar keppnum. Landsliðsþjálfararnir fóru yfir keppnis – og æfingaáætlanir hjá einstökum kylfingum. Allir kylfingar skila inn keppnisáætlun fyrir tímabilið til landsliðsþjálfara og klúbbþjálfara á næstu dögum. Kylfingar í afrekshóp GSÍ Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2016 | 11:30
Bandaríska háskólagolfið: Gísli Sveinbergs lauk keppni í 4. sæti á General Hackler

Gísli Sveinbergsson, GK og Bjarki Pétursson, GB tóku þátt í General Hackler mótinu í bandaríska háskólagolfinu. Mótið fór fram 12.-13. mars s.l. á The Dunes Golf & Beach Club á Myrtle Beach í Suður-Karólínu ríki. Gísli náði þeim stórglæsilega árangri að verða í 4. sæti í þessu sterka móti, en þetta var stórt, sterkt mót með um 90 keppendum frá 15 háskólum. Gísli lék á samtals 210 höggum (70 68 72). Bjarki varð T-64 í mótinu á 229 höggum (74 75 80). Sjá má lokastöðuna í General Hackler mótinu með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Gísla, Bjarka og félaga í Kent State háskólaliðinu verður The Floridian sem hefst 21. mars Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2016 | 11:00
Bandaríska háskólagolfið: Theodór Emil sigraði á háskólamóti í Tennessee

Theodór Emil Karlsson, GM og University of Arkansas at Monticello sigruðu á háskólamóti (Buccaneer Spring Classic) sem fram fór dagana 14.-15. mars s.l. Mótið fór fram í Germanstown CC í Memphis, Tennessee. Theodór Emil leiddi lið sitt til sigurs en hann sigraði jafnframt í einstaklingskeppninni á mótinu sem er stórglæsilegur árangur!!! Theodór Emil lék á samtals 147 höggum (72 75). Ari Magnússon, GKG og University of Arkansas at Monticello tók einnig þátt í mótinu og varð T-8 á samtals 153 höggum (76 77), sem er góður árangur!!!! Sjá má lokastöðuna í Buccaneer Spring Classic með því að SMELLA HÉR: Sjá má umfjöllun um sigurinn glæsilega á heimasíðu University of Arkansas at Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2016 | 10:45
Bandaríska háskólagolfið: Rúnar og félagar í 8. sæti í San Diego

Rúnar Arnórsson, GK lék með háskólaliði sínu í Minnesota Univ. í USA í vikunni (14.-15. mars 2016) á Lamkin Grips SD Classic háskólamótinu. Mótið fór fram í San Diego CC í Kaliforníu. Háskólalið Minnisota varð í 8. sæti. Rúnar lék á 12 yfir pari, 228 höggum (76 77 75 ) og varð í 41. sæti í einstaklingskeppninni. Sjá má úrslitin í Lamkin Grips SD Classic með því að SMELLA HÉR: Næsta mót hjá Rúnari og félögum verður á Barona Greek vellinum í Kaliforníu dagana 21.-22. mars n.k.
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2016 | 10:00
Evróputúrinn: Im efstur snemma dags í Indlandi

Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er Hero Indian Open. Mótið fer fram á hinum glæsilega Delhi GC. Snemma dags er það Bandaríkjamaðurinn Daníel Im, sem tekið hefir forystuna. Hann lék 1. hring á 7 undir pari, 65 höggum. Margir eiga eftir að ljúka keppni og verður stöðufrétt ekki skrifuð fyrr en seinna í kvöld. Fylgjast má með gangi mála á Hero Indian Open með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

