Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2016 | 10:00

Evróputúrinn: Im efstur snemma dags í Indlandi

Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er Hero Indian Open.

Mótið fer fram á hinum glæsilega Delhi GC.

Snemma dags er það Bandaríkjamaðurinn Daníel Im, sem tekið hefir forystuna.

Hann lék 1. hring á 7 undir pari, 65 höggum.

Margir eiga eftir að ljúka keppni og verður stöðufrétt ekki skrifuð fyrr en seinna í kvöld.

Fylgjast má með gangi mála á Hero Indian Open með því að SMELLA HÉR: