Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2016 | 11:00

Bandaríska háskólagolfið: Theodór Emil sigraði á háskólamóti í Tennessee

Theodór Emil Karlsson, GM og University of Arkansas at Monticello sigruðu á háskólamóti (Buccaneer Spring Classic) sem fram fór dagana 14.-15. mars s.l.

Mótið fór fram í Germanstown CC í Memphis, Tennessee.

Theodór Emil leiddi lið sitt til sigurs en hann sigraði jafnframt í einstaklingskeppninni á mótinu sem er stórglæsilegur árangur!!! Theodór Emil lék á samtals 147 höggum (72 75).

Ari Magnússon, GKG og University of Arkansas at Monticello tók  einnig þátt í mótinu og varð T-8 á samtals 153 höggum (76 77), sem er góður árangur!!!!

Sjá má lokastöðuna í Buccaneer Spring Classic með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má umfjöllun um sigurinn glæsilega á heimasíðu University of Arkansas at Monticello með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Theodórs Emils, Ara og University of Arkansas at Monticello verður 3. apríl n.k. í Arkansas.