Gísli Sveinbergsson, GK. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2016 | 11:30

Bandaríska háskólagolfið: Gísli Sveinbergs lauk keppni í 4. sæti á General Hackler

Gísli Sveinbergsson, GK og Bjarki Pétursson, GB tóku þátt í General Hackler mótinu í bandaríska háskólagolfinu.

Mótið fór fram 12.-13. mars s.l. á The Dunes Golf & Beach Club á Myrtle Beach í Suður-Karólínu ríki.

Gísli náði þeim stórglæsilega árangri að verða í 4. sæti í þessu sterka móti, en þetta var stórt, sterkt mót með um 90 keppendum frá 15 háskólum.

Gísli lék á samtals 210 höggum (70 68 72).

Bjarki varð T-64 í mótinu á 229 höggum (74 75 80).

Sjá má lokastöðuna í General Hackler mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Gísla, Bjarka og félaga í Kent State háskólaliðinu verður The Floridian sem hefst 21. mars n.k. á Palm Beach í Flórída.