Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2016 | 16:30

GO: Golfklúbburinn Oddur semur við MP Golf

Golfklúbburinn Oddur hefur endurnýjað samstarfssamning sinn við MP Golf sem mun áfram sinna golfkennslu á Urriðavelli. Samstarf Golfklúbbsins Odds og MP Golf hefur verið mjög farsælt um árabil og er það mikið ánægjuefni fyrir klúbbinn að samkomulag hafi náðst um áframhaldandi samstarf.

Undir merkjum MP Golf starfa golfkennararnir Magnús Birgisson, Phill Andrew Hunter, Rögnvaldur Magnússon og Andrea Ásgrímsdóttir. MP Golf mun bjóða upp á golfkennslu fyrir félagsmenn á Lærlingi, æfingasvæði Golfklúbbsins Odds, auk þess sem boðið verður upp á ýmis námskeið. MP Golf mun einnig stýra barnanámskeiðum klúbbsins í sumar og heldur utan um afreksstarf klúbbsins.

Það gleður okkur að njóta starfskrafta Magnúsar og Phill áfram enda báðir reynslumiklir og góðir golfkennarar. Samstarfið hefur reynst báðum aðilum einstaklega farsælt. Stjórn klúbbsins leggur áherslu á að efla golfkennslu á öllum vígstöðum innan klúbbsins, ekki síst íþróttastarf meðal yngstu kynslóðarinnar. Ég er þess fullviss um að áframhaldandi samstarf við MP Golf muni hjálpa félagsmönnum á öllum getustigum að bæta sig í golfíþróttinni,“ segir Þorvaldur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GO.

Golfklúbburinn Oddur hvetur félagsmenn til að leita til MP Golf í golfkennslu og lækka um leið forgjöfina umtalsvert. Æfingaastaða klúbbsins er fyrsta flokks tilvalið að hefja æfingar sem allra fyrst.

Hér má skoða þjónustu MP Golf SMELLIÐ HÉR: