Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2016 | 19:00

LET Access: Ólafia Þórunn í T-18 e. 1. dag Terre Blanche

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, lék á 73 höggum eða +1 á fyrsta keppnisdeginum á Terre Blanche mótinu á LET Access atvinnumótaröðinni í Frakklandi. Fyrsti keppnishringurinn hjá Ólafíu var litríkur en hún fékk alls fimm fugla og þar af þrjá í röð á síðari 9 holunum. Hún þrípúttaði fjórum sinnum og fékk eitt vítishögg og það varð til þess að Íslandsmeistarinn 2011 og 2014 fékk sex skolla. Alls hitti Ólafía 16 flatir í tilætluðum höggafjölda. Hún deilir 18. sætinu með 8 öðrum kylfingum. Sú sem er í efsta sæti lék á 6 undir pari, 73 höggum. „Ef einhver hefði sagt við mig fyrir hringinn að ég ætti eftir Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2016 | 18:00

Golfvellir í Þýskalandi: Nick Faldo golfvöllurinn í Berlín Bad Saarow (8/18)

Par-4 7. holan er sú langerfiðasta á vellinum 402 m. Brautinni svipar til brautar á linksara og sérstaklega á 6. holuna á nýja Trump Turnberry vellinum. Þegar Faldo hannaði völlinn 1996 hafði hann hugsað sér að gera 7. brautina að lokabraut vallarins, en úr því varð ekki. Þessi völlur er absolut „must“ fyrir þá sem vilja spila links-golf í Þýskalandi. Völlurinn er allur í „bylgjum“ og m.a. með 133 bönkera. Upplýsingar: Heimilisfang: A-ROSA Scharmützelsee, Parkallee 3, 15526 Bad Saarow Sími: +49 (0) 33631-63-300 Fax: +49 (0) 33631-63-310 Tölvupóstfang: golf@a-rosa.de Veffang: www.a-rosa-golf.de Til þess að fá frekari upplýsingar um Nick Faldo völlinn í Berlín og fleiri góða arosa velli SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jóhanna Margrét Sveinsdóttir – 31. mars 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Jóhanna Margrét Sveinsdóttir. Jóhanna er fædd 31. mars 1951 og er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Jóhanna hefir tekið þátt í fjölda opinna móta og staðið sig mjög vel. Til þess að óska afmæliskylfingnum til hamingju með daginn getið þið komist á Fb. síðu Jóhönnu hér: Jóhanna Margrét Sveinsdóttir F. 31. mars 1951 Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Tommy Bolt, 31. mars 1916 – d. 30. ágúst 2008; Miller Barber, einnig nefndur Mr. X, 31. mars 1931 (85 ára); Nanci Bowen, 31. mars 1967 (49 ára); Wade Ormsby, 31. mars 1980 (36 ára); Chrisje de Vries, 31. mars 1988 (28 ára) …. og Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2016 | 14:00

Evróputúrinn: Fótboltastjörnur í Pro-Am f. BMW PGA Championship

Fyrrum ensku landsliðsmennirnir í fótbolta Robbie Fowler, Paul Scholes og John Terry eru meðal frægra kylfinga sem munu spila í Pro-Am golfmóti fyrir BMW PGA Championship, sem fram fer miðvikudaginn 25. maí 2016. Mótið fer fram í Wentworth Club, í England. Terry, sem spilað hefir 78 landsleiki fyrir England og var stjóri Chelsea sem leiddi Chelsea til sigurs í Meistaradeildinni Champions League og Liverpool goðsögnin Fowler munu nú í fyrsta sinn taka þátt í mótinu. Fowler er jafnframt 6. besti markskorari í enska boltanum frá upphafi. Terry er réttfættur en spilar golf örvhent. Hann segist oft fara með tvíburunum sínum Georgie og Summer út á golfvölinn, en mun væntanlega komast að því að Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2016 | 12:12

GK: Hópur keppniskylfinga á Spáni

Hópur keppniskylfinga frá GK er staddur á La Sella golfsvæðinu á Alicante á Spáni. Hópurinn hélt utan 29. mars og dvelur til 7. apríl við leik og æfingar við góðar aðstæður. Um 40 kylfingar eru með í ferðinni auk tveggja þjálfara. Veðurspáin er mjög góð næstu daga, 24 stiga hiti þannig að tíminn verður nýttur vel til þess að leika og æfa golf.


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2016 | 12:00

The Masters 2016: Brautirnar 18 á Augusta National

Í næstu viku hefst Masters risamótið, sem í hugum margra markar nýtt golfkeppnistímabil. A.m.k. er farið að stytta allverulega í að hægt sé að fara í golf daglega!!! Hér fer upprifun á brautunum 18 á Augusta National, en þær bera flestallar nöfn á blómum eða trjám. 1. braut (Tea Olive), 445 yardar, (407 metrar), par-4: Djúp sandglompa er til hægri, en lögun flatarinnar gerir þetta að erfiðri upphafsholu og sérstaklega var hún erfið 2005 þegar teigurinn var færður aftur 20 yarda (18 metra). Það eru grenitré til vinstri handar og brautin fer í örlítinn „dogleg“ til hægri. 2. braut (Pink Dogwood), 575 yardar,(526 metrar) par-5: Trén til vinstri eru dauðagildra Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2016 | 11:00

LET: Ólafía í 13. sæti e. 6 holur – Fylgist með hér!

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, hefur leik í dag Terre Blanche mótinu á LET Access atvinnumótaröðinni í Frakklandi. Mótið fer fram á glæsilegu golfvallasvæði rétt við hina þekktu kvikmyndaborg Cannes. Ólafía sagði í gær að hún hefði undirbúið sig vel fyrir keppnistímabilið í vetur með ýmsum hætti. Hún kom beint frá Bandaríkjunum til Frakklands en hún dvaldi við æfingar í Wake Forest háskólanum þar sem hún stundaði nám áður en hún fór í atvinnumennskuna. Aðstoðarmaður hennar í Frakklandi er Thomas Bojanowski, þýskur unnusti Ólafíu, en hann er grjótharður keppnismaður en hann var einn fremsti 800 metra hlaupari Þýskalands. „Mér líður vel og það er tilhlökkun hjá mér að Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2016 | 09:00

Tiger staðfesti þátttöku í PGA Tour móti

Tiger Woods staðfesti loks að hann myndi taka þátt í PGA Tour móti. Því miður fyrir áhangendur hans fer mótið sem hann ætlar að taka þátt í fram 2017 og enn eru engar fréttir af því hvort hann muni keppa á Augusta National í næstu viku. PGA Tour hefir  tilnefnt Tiger Woods Foundation sem gestgjafa móts á Riviera CC í  Los Angeles. Woods ólst upp þar rétt hjá og stofnun hans er einnig þar rétt hjá, í Irvine. „Þetta er frábært tækifæri fyrir stofnun mína,“ sagði Tiger á vefsíðu stofnunar sinnar. „Þetta var fyrsta PGA Tour mótið sem ég spilaði í og það skiptir mig miklu að styrkja samfélagið, sem hefir Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2016 | 17:00

Hvað fólk myndi gera til að spila á Augusta!

Golf Digest var með skoðanakönnun um hvað fólk myndi gera til þess að fá að spila á Augusta National. Niðurstöðurnar voru býsna sláandi. 44% væru til í að færa brúðkaupsdagsetningu sína, 34% myndu fórna afmælisdegi barnsins síns; 12% væru til í að hætta í golfi eftir á, ef þeir fengju að spila hring á Augusta (svona nokkurs konar að hætta leik þá hæst stendur) og 10% væru til í að inna af hendi árslaun fyrir þennan draumahring!!!! Ótrúlegt!!! Hvað er eiginlega að fólki???


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2016 | 16:00

Sörenstam fyrirliði á Solheim Cup 2017

Loksins kom að því! Einn besti kvenkylfingur allra tíma Annika Sörenstam hefir tekið að sér það erfiða hlutverk að vera fyrirliði liðs Evrópu í Solheim Cup 2017. Annika Sörenstam viðurkenndi að hún byggist við að bandarískir áhorfendur muni reynast Suzann Pettersen erfiðir á næsta ári, en Annika vonar samt að gras verði gróið yfir andstyggilega uppákomuna sem skyggði á 2015 Solheim Cup á St. Leon Rot vellinum í Þýskalandi. Sörenstam sagði um hver hún teldi viðbrögð Bandaríkjamanna vera: „Algjörlega, þeir munu minnast á atvikið.  Ég veit ekki hvernig á að búa sig undir það en ég býst við að þetta komi upp reglulega.“ Hinn 10-faldi risamótasigurvegari (Annika) bætti við: „Ég hugsa Lesa meira