Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2016 | 16:00

Sörenstam fyrirliði á Solheim Cup 2017

Loksins kom að því!

Einn besti kvenkylfingur allra tíma Annika Sörenstam hefir tekið að sér það erfiða hlutverk að vera fyrirliði liðs Evrópu í Solheim Cup 2017.

Annika Sörenstam viðurkenndi að hún byggist við að bandarískir áhorfendur muni reynast Suzann Pettersen erfiðir á næsta ári, en Annika vonar samt að gras verði gróið yfir andstyggilega uppákomuna sem skyggði á 2015 Solheim Cup á St. Leon Rot vellinum í Þýskalandi.

Sörenstam sagði um hver hún teldi viðbrögð Bandaríkjamanna vera: „Algjörlega, þeir munu minnast á atvikið.  Ég veit ekki hvernig á að búa sig undir það en ég býst við að þetta komi upp reglulega.“

Hinn 10-faldi risamótasigurvegari (Annika) bætti við: „Ég hugsa að mitt hlutverk sé að ganga úr skugga um að þetta sé ekki nokkuð sem við dveljum við. Þetta er búið og gert og í fortíðinni. Við vorum öll þarna, við vitum hvernig það var og við viljum ekki ganga í gegnum þetta aftur. Við viljum skilja þetta að baki okkur og halda áfram; það mun vera eitt af hlutverkum mínum.“

Við munum ekki fela okkur en það er tími til að halda áfra. Það hafa komið upp atvik í Rydernum og Solheim Cup áður og við höfum haldið áfram.  Mér finnst eins og Suzann (Pettersen) hafi svarað fyrir framkomu sína eftir atvikið. Hún tók mikið af sökinni á sig, við gerðum þetta upp og héldum áfram þannig að við teljum ekki að það sé meira að segja um það.“

Suzann er á nokkurskonar stalli í kvennagolfinu.  Ef telja ætti eitt af mörgu, sem hún hefir afrekað þá mætti geta að hún hefir spilað í 8 Solheim Cup mótum. „Ég var alltaf að vonast eftir að fá þetta tækifæri,“ sagði Suzann, sem nú er 45 ára.

Ég hef nokkrum sinnum verið beðin um að taka þetta hlutverk að mér og fannst það alltaf jafnmikill heiður og var upp með mér en mér fannst ekki eins og ég væri tilbúin. Ég sá hvað til þurfti, sá skuldbindinguna og vissi í huga mér að ég gæti ekki staðið undir þessu. Ég var enn með einn fót í golfinu.“

Fólk kann að spyrja af hverju 2017 sé árið mitt en ég svara bara að það passi í dagskrá mína vegna margra ástæðna. Krakkarnir mínir eru svolítið eldri, ég ég búin að koma mér vel fyrir í viðskiptum og mér finnst eins og ég hafi tíma til að skuldbinda mig. Þetta er nokkuð sem ég hef vonast eftir að myndi gerast og ég held að þetta eigi eftir að fara undurfallega.“

Sörenstam þettir svo sannarlega landslagið; hún spilaði á LPGA Tour frá árinu 1994 og er með heimili í Orlandó, Flórída.

Við sigruðum í Colorado árið 2013 og brutumst fram á sjónarsviðið,” bætti hún við. „Þar áður höfðum við ekki unnið Bandaríkjakonurnar og það límist við heilann. En ekki nú við vitum að okkur getur tekist að sigrað. Það hlýtur að hjálpa til.