Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2016 | 11:00

LET: Ólafía í 13. sæti e. 6 holur – Fylgist með hér!

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, hefur leik í dag Terre Blanche mótinu á LET Access atvinnumótaröðinni í Frakklandi. Mótið fer fram á glæsilegu golfvallasvæði rétt við hina þekktu kvikmyndaborg Cannes.

Ólafía sagði í gær að hún hefði undirbúið sig vel fyrir keppnistímabilið í vetur með ýmsum hætti. Hún kom beint frá Bandaríkjunum til Frakklands en hún dvaldi við æfingar í Wake Forest háskólanum þar sem hún stundaði nám áður en hún fór í atvinnumennskuna. Aðstoðarmaður hennar í Frakklandi er Thomas Bojanowski, þýskur unnusti Ólafíu, en hann er grjótharður keppnismaður en hann var einn fremsti 800 metra hlaupari Þýskalands.

Mér líður vel og það er tilhlökkun hjá mér að takast á við þetta verkefni. Völlurinn er frábær og það verður gott að komast í keppnisgolf á ný eftir langt undirbúningstímabil,“ sagði Ólafía við golf.is í gær.
Ólafía hefur leik kl. 7.05 að íslenskum tíma eða 9.05 að frönskum tíma og slær hún fyrsta höggið á 10. teig í dag. Á morgun, föstudag, mun Ólafía hefja leik kl. 11.25 að íslenskum tíma og hefur hún þá leik á 1. teig.

Ólafía er eftir 6. holur í 13. sæti.

Hægt er að fylgjast með gangi mála með því að SMELLA HÉR: