The 16th green at Augusta
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2016 | 17:00

Hvað fólk myndi gera til að spila á Augusta!

Golf Digest var með skoðanakönnun um hvað fólk myndi gera til þess að fá að spila á Augusta National.

Niðurstöðurnar voru býsna sláandi.

44% væru til í að færa brúðkaupsdagsetningu sína, 34% myndu fórna afmælisdegi barnsins síns; 12% væru til í að hætta í golfi eftir á, ef þeir fengju að spila hring á Augusta (svona nokkurs konar að hætta leik þá hæst stendur) og 10% væru til í að inna af hendi árslaun fyrir þennan draumahring!!!!

Ótrúlegt!!!

Hvað er eiginlega að fólki???

Masters skoðanakönnun