Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2016 | 14:00

Evróputúrinn: Fótboltastjörnur í Pro-Am f. BMW PGA Championship

Fyrrum ensku landsliðsmennirnir í fótbolta Robbie Fowler, Paul Scholes og John Terry eru meðal frægra kylfinga sem munu spila í Pro-Am golfmóti fyrir BMW PGA Championship, sem fram fer miðvikudaginn 25. maí 2016.

Mótið fer fram í Wentworth Club, í England.

Terry, sem spilað hefir 78 landsleiki fyrir England og var stjóri Chelsea sem leiddi Chelsea til sigurs í Meistaradeildinni Champions League og Liverpool goðsögnin Fowler munu nú í fyrsta sinn taka þátt í mótinu. Fowler er jafnframt 6. besti markskorari í enska boltanum frá upphafi.

Terry er réttfættur en spilar golf örvhent. Hann segist oft fara með tvíburunum sínum Georgie og Summer út á golfvölinn, en mun væntanlega komast að því að það að tækla 7.302 yarda Vesturvöll Wentworth verður allt annað en barnaleikur.

Terry sagði: „Ég spila golf eins mikið og ég get í frítíma mínum ég elska leikinn og hann er frábær aðferð til að slaka á […]“

Öfugt við Terry þá er Fowler örvfættur en spilar golf rétthentur.  Hann sagði m.a. um þátttöku sína í Pro-Am mótinu: „Frá því að ég dró mig úr fótboltanum hef ég varið miklum tíma á golfvellinum, en þetta er líklega sá viðburður sem ég hef verið spenntastur fyrir. Ég get ekki beðið eftir að sjá hversu góðir atvinnumennirnir eru í rauninni. Kannski að ég fái nokkur góð ráð.“

Scholes, er einn af bestu miðvallarleikmönnum kynsllóðar sinnar og hann tók þátt í fyrra í Pro-Am-inu ásamt fyrrum Manchester United félaga sínum Phil Neville og voru þeir tveir í ráshóp með Niall Horan söngvara  One Direction og Rory McIlroy.

Verðlaunin féll þó ekki „liði“ Rory í skaut heldur liði Martin Kaymer.

Scholes sagði um þátttöku sína í mótinu í fyrra: „Síðasta ár var brilliant, það voru forréttindi að spila með Rory og við skemmtum okkur vel þannig að ég hikaði ekkert að taka þátt aftur.”

Nú í ár verður Scholes  aftur með Horan og eins Arsenal og Wales miðvallarleikmanninum Aaron Ramsey, sem á heimsmet Guinness fyrir að halda golfbolta lengst uppi í 30 sek, sem og Justin Rose, sigurvegari Opna bandaríska 2013.

Aðrir frægir fótboltamenn sem þátt taka í Pro-Am-inu eru: Alan Shearer, Glenn Hoddle, Teddy Sheringham, Ian Wright and Jamie Redknapp.

Enn aðrir eru t.d. fyrrum markmaður Manchester United, Peter Schmeichel sem og Dwight Yorke , David Ginola og Gianfranco Zola.