Afmæliskylfingur dagsins: Indíana Auður Ólafsdóttir – 12. september 2022
Það er Indíana Auður Ólafsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Indíana Auður er fædd 12. september 1962 og á því 60 ára merkisafmæli í dag!!!! Indíana er í Golfklúbbnum Hamar á Dalvík (GHD). Hún sigraði m.a. í árlegu Opnu kvennamóti GHD 2017, en sjá má frétt Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu Indu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Indíana Auður Ólafsdóttir (60 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Dúfa Ólafsdóttir, 12. september 1945 (77 ára); Charles Henry „Chip” Beck, 12. september 1956 (66 árs); Salthúsið Grindavík Lesa meira
Ísland varð í 11. sæti í EM landsliða í karlafl. 50+
Evrópumót landsliða í liðakeppni í karlaflokki 50 ára og eldri fór fram í Eistlandi dagana 30. ágúst – 3. september 2022. Keppnin fór fram á Estonian Golf & Country Club. Keppnisfyrirkomulagið var með þeim hætti að leikin var höggleikur fyrstu tvo dagana, 18 holur á dag. Fimm bestu skorin töldu í höggleiknum í hverri umferð. Ísland endaði í 15. sæti í höggleiknum og lék því um sæti 9.-16. í B-riðli. Mótherjar Íslands í fyrstu umferð var Finnland. Þar hafði Ísland betur 3-2. Í 2. umferð tapaði Ísland gegn Austurríki 3,5 – 1,5. Ísland mætti Belgíu í lokaumferðinni og hafði þar betur 3-2 og endaði í 11. sæti. Lokastaðan: Svíþjóð England Lesa meira
LET: Liz Young sigraði á VP Bank Ladies Swiss Open
Dagana 8.-10. September fór fram í Golfpark Holzhäusern, mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna (Ladies European Tour, skammst.: LET), VP Bank Ladies Swiss Open. Sigurvegari varð hin enska Liz Young og sigurskor hennar var 12 undir pari, 204 högg (68 67 69). Í 2. sæti varð hin sænska Linn Grant aðeins 1 höggi á eftir Young, á samtals 11 undir pari og í 3. sæti varð hin enska Rosie Davis á samtals 10 undir pari. Guðrún Brá Björgvinsdóttir var meðal keppenda en komst því miður ekki í gegnum niðurskurð, sem miðaðist við samtals 1 yfir pari eða betra eftir 2 spilaða hringi. Guðrún Brá lék á 5 yfir pari 149 högg Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Jeff Sluman ——– 11. september 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Jeffrey George (Jeff) Sluman. Sluman fæddist 11. september 1957 í Rochester, New York og á því 65 ára afmæli í dag. Hann átti heldur óvenjulegan feril. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1980. Meðan að flestir sigra á þegar þeir eru 20-30 ára þá vann Sluman ekki fyrsta mótið sitt fyrr en hann var 30 ára, en þá líka risamót þ.e. PGA Championship risamótið 1988. Síðan gekk ekkert sérstaklega í 10 ár en í kringum 40 ára aldurinn fór Sluman að ganga vel og hann sigraði í hverju mótinu á fætur öðru. Sluman hefir alls sigrað í 15 mótum sem atvinnumaður, þar af 6 mótum á PGA Tour Lesa meira
Golfgrín á laugardegi (36/2022)
„Heyrðu“, segir lögreglumaðurinn við kylfinginn. „Boltinn þinn flaug út á götuna og mölvaði framrúðu á slökkvibíl á vakt, sem varð til þess að hann skall á tré. Húsið sem átti að slökkva brann til grunna. Hvað hefurðu að segja um þetta?“ Kylfingurinn: „Hvar er golfboltinn minn?“
Afmæliskylfingur dagsins: Alfreð Viktorsson – 10. september 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Alfreð Viktorsson. Alfreð er fæddur 10. september 1932 á Akranesi og á því 90 ára merkisafmæli í dag. Alfreð er kvæntur Erlu Karlsdóttir og eru þau hjónin heiðursfélagar í Golfklúbbnum Leyni. Meðal barnabarna þeirra er m.a. afrekskylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir. Alfreð er lærður húsasmíðameistari, byggði m.a. Sementsverksmiðjuna og mannvirki henni tengd og starfaði síðan þar til loka starfsævinnar. Alfreð er margfaldur Íslandsmeistari í golfi. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Arnold Palmer f. 10. september 1929 – 25. september 2016 (Hefði orðið 93 ára í dag); Bíóhöllin Akranesi, 10. september 1942 (80 ára MERKISAFMÆLI!!!); Lundinn Veitingahús í Vestmannaeyjum, 10. september 1945 (77 ára); Larry Gene Lesa meira
Unglingamótaröðin 2022: Perla Sól stigameistari 15-16 ára telpna
Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, er stigameistari 2022 á unglingamótaröð GSÍ flokki 15-16 ára. Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS, varð önnur og Auður Bergrún Snorradóttir, GM, varð þriðja. Perla Sól tók þátt á fjórum mótum af alls fimm og sigraði hún í öll fjögur skiptin. Hún varð Íslandsmeistari í höggleik og er þetta fimmta árið í röð sem Perla Sól sigrar á Íslandsmótinu í höggleik í sínum aldursflokki. Fjóla Margrét sigraði á einu móti á tímabilinu, Íslandsmótinu í holukeppni. Hún varð tvívegis í þriðja sæti og einu sinni í því fjórða. Hún tók þátt á fjórum mótum af alls fimm. Auður Bergrún tók þátt á öllum fimm mótum tímabilsins. Hún lék til Lesa meira
Unglingamótaröðin 2022: Skúli Gunnar Ágústsson stigameistari í fl. 15-16 ára drengja
Skúli Gunnar Ágústsson, GA, er stigameistari 2022 á unglingamótaröð GSÍ í flokki 15-16 ára. Guðjón Frans Halldórsson, GKG, varð annar og Veigar Heiðarsson, GA, varð þriðji. Skúli Gunnar sigraði á tveimur mótum af alls fimm á tímabilinu. Hann varð Íslandsmeistari í höggleik á þessu ári. Á einu móti endaði Skúli Gunnar í öðru sæti og einu sinni í fjórða sæti. Guðjón Frans var alltaf á meðal fimm efstu á mótum tímabilsins. Hann sigraði á Íslandsmótinu í holukeppni, tvívegis varð hann í öðru sæti og einu sinni í því þriðja. Veigar var alltaf á í einu af fjórum efstu sætunum á mótum tímabilsins. Hann sigraði á fyrsta stigamóti tímabilsins, og varð Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA Tour 2022-2023
Keppnistímabilinu á PGA Tour lauk að venju með Tour Championship og hefst ekki að nýju fyrr en 15.-18. september 2022 í Kaliforníu þ.e. með Fortinet Championship. Nú liggur fyrir hverjir nýju strákarnir 25 eru, sem komast á PGA Tour og ávinna sér kortið sitt með því að hafa verið efstir á Korn Ferry Tour, þ.e. 2. deildinni. Enn aðrir 30 komast á PGA Tour gegnum úrtökumót sem hefst 4. nóvember n.k. Þeir kylfingar sem hafa áunnið sér PGA Tour kortið sitt á „reglulega keppnistímabili“ Korn Ferry Tour, með því að vera í einu af efstu 25 sætunum eru eftirafarandi: 1 Carl Yuan 2 Robby Shelton 3 Paul Haley II 4 Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Grímur Þórisson og Signý Arnórsdóttir – 9. september 2022
Afmæliskylfingar dagsins eru Íslandsmeistari kvenna í höggleik 2015 Signý Arnórsdóttir og stórkylfingurinn Grímur Þórisson, GR og GÓ. Signý er fædd 9. september 1990 og því 32 ára afmæli í dag. Hún er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og stigameistari GSÍ 2011, 2012,2013 þ.e. þrjú ár í röð. Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Signýju Arnórsdóttur með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu Signýjar til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Signý Arnórsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Grímur Þórisson er fæddur 9. september 1965 og á því 57 ára afmæli í dag!!! Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Grím Þórisson Lesa meira










