Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2022 | 18:00

Evróputúrinn: Oliver Wilson sigraði á „Made in Himmerland“ mótinu

Dagana 1.-4. september 2022 fór fram Made in Himmerland mótið, sem er hluti af Evrópumótaröð karla.

Mótið fór fram í HimmerLand, á Farsø, í Danmörku.

Sigurvegari mótsins var Englendingurinn Oliver Wilson, en sigurskorið var 21 undir pari, 263 högg (66 65 65 67).

Í 2. sæti varð Ewen Fergusson frá Skotlandi,aðeins 1 höggi á eftir á samtals 20 undir pari og í þriðja sæti varð norskur frændi okkar, Kristian Krogh Johannessen á samtals 18 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Made in Himmerland með því að SMELLA HÉR: