Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2022 | 17:00

Unglingamótaröðin 2022: Logi Sigurðsson stigameistari 19-21 árs pilta

Logi Sigurðsson, GS, er stigameistari 2022 á unglingamótaröð GSÍ í flokki 19-21 ára. Björn Viktor Viktorsson, GL, varð annar og Hjalti Hlíðberg Jónasson, GKG, varð þriðji.

Logi tók þátt á fjórum af alls fimm mótum tímabilsins. Hann sigraði á þremur þeirra og þar á meðal á Íslandsmótinu í höggleik. Hann varð þriðji á Íslandsmótinu í holukeppni.

Björn Viktor sigraði á einu af fjórum mótum sem hann tók þátt á tímabilinu. Hann fagnaði sigri á Íslandsmótinu í holukeppni. Hann varð annar á einu móti og í fjórða sæti á Íslandsmótinu í höggleik.

Hjalti Hlíðberg tók þátt á þremur mótum af alls fimm. Hann varð annar á Íslandsmótinu í höggleik og í fjórða sæti á tveimur mótum.

Sjá má stigalistann í heild með því að SMELLA HÉR: