Credit: Mark Runnacles/LET
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2022 | 20:00

LET: Liz Young sigraði á VP Bank Ladies Swiss Open

Dagana 8.-10. September fór fram í Golfpark Holzhäusern, mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna (Ladies European Tour, skammst.: LET), VP Bank Ladies Swiss Open.

Sigurvegari varð hin enska Liz Young og sigurskor hennar var 12 undir pari, 204 högg (68 67 69).

Í 2. sæti varð hin sænska Linn Grant aðeins 1 höggi á eftir Young, á samtals 11 undir pari og í 3. sæti varð hin enska Rosie Davis á samtals 10 undir pari.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir var meðal keppenda en komst því miður ekki í gegnum niðurskurð, sem miðaðist við samtals 1 yfir pari eða betra eftir 2 spilaða hringi. Guðrún Brá lék á 5 yfir pari 149 högg (76 73).

Sjá má lokastöðuna á VP Bank Ladies Swiss Open með því að SMELLA HÉR:

Í aðalmyndaglugga: Paul Arni afbendir Liz Young verðlaunaféð fyrir 1. sæti í mótinu. Mynd: Mark Runnacles/LET