Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Alfreð Viktorsson – 10. september 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Alfreð Viktorsson. Alfreð er fæddur 10. september 1932 á Akranesi og á því 90 ára merkisafmæli í dag.  Alfreð er kvæntur Erlu Karlsdóttir og eru þau hjónin heiðursfélagar í Golfklúbbnum Leyni.  Meðal barnabarna þeirra er m.a. afrekskylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir. Alfreð er lærður húsasmíðameistari, byggði m.a. Sementsverksmiðjuna og mannvirki henni tengd og starfaði síðan þar til loka starfsævinnar. Alfreð er margfaldur Íslandsmeistari í golfi.

Valdís Þóra 16 ára ásamt afa sínum Viktor Alfreðssyni, margföldum Íslandsmeistara í golfi. Mynd: mbl.is

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Arnold Palmer f. 10. september 1929 – 25. september 2016 (Hefði orðið 93 ára í dag);  Bíóhöllin Akranesi, 10. september 1942 (80 ára MERKISAFMÆLI!!!); Lundinn Veitingahús í Vestmannaeyjum, 10. september 1945 (77 ára); Larry Gene Nelson, 10. september 1947 (75 ára MERKISAFMÆLI!!!); Michael Zinni 10. september 1948 (74 ára); Bill Rogers 10. september 1951 (71 árs); Martha Nause, 10. september 1954 (68 ára); Dagný Þórólfsdóttir, 10. september 1958 (64 ára); Robynne Cook, 10. september 1968 (54 ára); Njörður Jóhannsson, 10. september 1975 (47 ára); Þórhallur Hinriksson, 10. september 1976 (46 ára); Steinn Baugur Gunnarsson, NK, 10. september 1984 (38 ára); Lloyd Saltman, 10. september 1985 (37 ára ); Min Seo Kwak, 10. september 1990 (32 ára); Hallgrímur Júlíusson 10. september 1994 (28 ára) …… og ……

Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!!!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is

Í aðalmyndaglugga: Erla og eiginmaður hennar, afmæliskylfingur dagsins: Alfreð Viktorsson. Mynd: Skessuhorn