Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2022 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2022-2023

Keppnistímabilinu á PGA Tour lauk að venju með Tour Championship og hefst ekki að nýju fyrr en 15.-18. september 2022 í Kaliforníu þ.e. með Fortinet Championship.

Nú liggur fyrir hverjir nýju strákarnir 25 eru, sem komast á PGA Tour og ávinna sér kortið sitt með því að hafa verið efstir á Korn Ferry Tour, þ.e. 2. deildinni.

Enn aðrir 30 komast á PGA Tour gegnum úrtökumót sem hefst 4. nóvember n.k.

Þeir kylfingar sem hafa áunnið sér PGA Tour kortið sitt á „reglulega keppnistímabili“ Korn Ferry Tour, með því að vera í einu af efstu 25 sætunum eru eftirafarandi:

1 Carl Yuan

2 Robby Shelton

3 Paul Haley II

4 Zecheng Dou

5 Taylor Montgomery

6 Augusto Nuñez

7 Justin Suh

8 Ben Griffin

9 Ben Taylor

10 Brandon Matthews

11 MJ Daffue

12 SH Kim

13 Byeong Hun An

14 Davis Thompson

15 Erik Barnes

16 Trevor Werbylo

17 Harry Hall

18 Tyson Alexander

19 Michael Kim

20 Kevin Yu

21 Harrison Endycott

22 Trevor Cone

23 Vincent Norman

24 Kevin Roy

25 Anders Albertson

Golf 1 mun líkt og á undanförnum árum kynna þá 55 sem hljóta kortin sín á PGA Tour keppnistímabilið 2022-2023 og byrja á ofangreindum 25.