Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2022 | 22:00

Veigar Heiðarsson sigraði á Unglingaeinvíginu í Mosó!

Titleist Unglingaeinvígið lauk í dag, 16. september á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar.

Mótið fór nú fram í 18. skipti, en það hefir verið haldið frá árinu 2005.

Veigar Heiðarsson úr Golfklúbbi Akureyrar sigraði á lokaholu einvígisins og fékk í verðlaun nýjasta driverinn frá Titleist, Titleist TSr.

Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS varð í 2. sæti og Heiðar Snær Bjarnason, GOS , landaði þriðja sætinu.

Heildarúrslit mótsins voru eftirfarandi:

1. sæti – Veigar Heiðarsson, GA
2. sæti – Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS
3. sæti – Heiðar Snær Bjarnason, GOS
4. sæti – Róbert Leó Arnórsson, GKG
5. sæti – Gunnar Þór Heimisson, GKG
6. sæti – Hjalti Kristján Hjaltason, GM
7. sæti – Arnar Daði Svavarsson, GKG
8. sæti – Pamela Ósk Hjaltadóttir, GM
9. sæti – Markús Marelsson, GK
10. sæti – María Eir Guðjónsson, GM

Sigurvegarar Unglingaeinvígisins frá upphafi:

2005 – Sveinn Ísleifsson, GKj
2006 – Guðni Fannar Carrico, GR
2007 – Andri Þór Björnsson, GR
2008 – Guðjón Ingi Kristjánsson, GKG
2009 – Andri Már Óskarsson, GHR
2010 – Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK
2011 – Ragnar Már Garðarson, GKG
2012 – Aron Snær Júlíusson, GKG
2013 – Ingvar Andri Magnússon, GR
2014 – Ingvar Andri Magnússon, GR
2015 – Björn Óskar Guðjónsson, GM
2016 – Henning Darri Þórðarson, GK
2017 – Ragnar Már Ríkarðsson, GM
2018 – Dagbjartur Sigurbrandsson, GR
2019 – Tómas Eiríksson Hjaltested, GR
2020 – Björn Viktor Viktorsson, GL
2021 – Hjalti Kristján Hjaltason, GM
2022 – Veigar Heiðarsson, GA