Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2022 | 21:00

Evróputúrinn: Shane Lowry sigraði á BMW PGA Championship

Það var Shane Lowry, sem sigraði á móti vikunnar á Evrópumótaröðinni BMW PGA Championship, sem fram fór dagana 8.-11. september 2022.

Sigurskor Lowry var 17 undir pari, 199 högg (66 68 65).

Rory McIlroy og Jon Rahm deildu 2. sætinu á 16 undir pari, hvor.

Bandaríkjamaðurinn Talor Gooch var síðan einn í 4. sætinu á samtals 15 undir pari.

Mótsstaður var að venju Wentworth Club, Virginia Water, í Surrey, Englandi.

Sjá má lokastöðuna á BMW PGA Championship með því að SMELLA HÉR: