Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2022 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA 2023 (1/50): Anders Albertson

Hér verður byrjað að kynna stuttlega þá 25 kylfinga sem hlutu kortið sitt á PGA Tour eftir að hafa orðið í einu af 25 efstu sætum á Korn Ferry Tour eftir reglulega keppnistímabilið.

Sá fyrsti sem kynntur verður til sögunnar er hinn stálheppni Anders Albertson, sem varð í 25. sæti.

Albertson fæddist 8. júní 1993 í Houston, Texas og er því 29 ára.

Hann er 1,75 á hæð og 73 kg.

Albertson spilaði fótbolta, hafnabolta, körfubolta og golf í uppvextinum en byrjaði að einbeita sér að golfi 12 ára.

Hann var síðan í bandaríska háskólagolfinu, með golfliði Georgia Tech, þaðan sem hann útskrifaðist með gráðu í viðskiptafræði 2015.

Uppáhalds golfvellir Alberson eru Augusta National, Oak Hill og Nanea golfklúbburinn á Hawaii.

Meðal fyrrverandi liðsfélaga hans eru  Ollie Schniederjans, Richy Werenski og Seth Reeves.

Albertson segist hafa gaman af því að lesa, elda og fara í líkamsrækt.

Í dag er Albertson nr. 381 á heimslistanum.