Kristófer Karl Karlsson
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2021 | 15:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kristófer Karl Karlsson – 17. september 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Kristófer Karl Karlsson, afrekskylfingur úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar (GM) og Íslandsmeistari 2018 í holukeppni í flokki 17-18 ára pilta. Kristófer Karl er fæddur 17. september 2001 og á því 20 ára stórafmæli í dag.

Kristófer Karl var valinn efnilegastur GKJ-ingurinn um þetta leyti fyrir 9 árum, 2012 (þá 11 ára) og hann hefir svo sannarlega staðið undir því. Það ár (2012) spilaði Kristófer Karl á Áskorendamótaröði Arion banka og þar sigraði hann í 1. og 4. mótinu í strákaflokki.

Kristófer Karl sigraði eftirminnilega á 6. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2014, sem fram fór á Korpunni. Hann átti m.a. stórglæsilegan hring upp á 4 undir pari, 68 högg!!! Þetta var fyrsti sigur Kristófer Karls á Íslandsbankamótaröðinni.

Í Korpunni setti Kristófer Karl jafnframt vallarmet af bláum teigum, með 4 höggum undir pari (og það 12 ára!!!) – þetta var í fyrsta sinn sem hann spilaði undir pari og hann gerði það með flottum hætti fékk 4 fugla og 14 pör þ.e. skilaði „hreinu“ skollalausu skorkorti!!!

Í fyrra (2020) varð Kristófer Karl klúbbmeistari GM. Hann var jafnframt valinn íþróttakarl Mosfellsbæjar og kylfingur ársins hjá GM.

Nú í ár (2021) hefir Kristófer Karl spilað á „Mótaröð þeirra bestu“.

Frábær kylfingur á ferð þar sem Kristófer Karl er!!!

Komast má á facebook síðu Kristófer Karls til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan