
Afmæliskylfingur dagsins: Francesco Molinari – 8. nóvember 2022
Afmæliskylfingur dagsins er ítalski kylfingurinn Francesco Molinari, en hann er fæddur 8. nóvember 1982 og fagnar því 40 ára afmæli í dag.
Árið 2018 sigraði Francesco á fyrsta og eina risamóti sínu til þessa, Opna breska og var annar af tveimur í teyminu „Moliwood“ þegar hann spilaði saman með Tommy Fleetwood í sigurliði Evrópu í Ryder bikarnum. Hann er jafnframt eini kylfingurinn til þess að ná þeim árangri að sigra allar viðureignir sínar í einni og sömu Ryder bikarskeppni 5-0-0. Molinari hefir verið kvæntur konu sinni Valentinu frá árinu 2007 og þau eiga tvö börn, Tommaso og Emmu. Alls hefir Francesco Molinari sigrað í 10 atvinnumótum þar af 3 á PGA Tour og 6 á Evróputúrnum og eins í 2 öðrum mótum.
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Luisa Hogar Abuelos Marginados Sma (84 ára); Helgi Snorrason, 8. nóvember 1951 (71 árs); Beverly Klass, 8. nóvember 1956 (66 ára); Toshiki Toma, 8. nóvember 1958 (64 ára); Anna Kristín Ásgeirsdóttir og Ágústa Sigurðardóttir, 8. nóvember 1959 (63 ára) Dagný Marín Sigmarsdóttir, 8. nóvember 1963 (59 árs); Þórður Þórarinsson, 8. nóvember 1969 (53 ára); Thongchai Jaidee, 8. nóvember 1969 (53 ára); Heiðar Davíð Bragason, GHD, 8. nóvember 1977 (45 ára); Kathleen Ekey, 8. nóvember 1986 (36 ára ) – spilar á LPGA; Sebastien Gros, 8. nóvember 1989 (33 árs) Lisa Amati ; Sigridur Gudnadottir … og …
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- janúar. 28. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (4/2023)
- janúar. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2023
- janúar. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bjarni Benediktsson – 26. janúar 2023
- janúar. 25. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sjöfn Har, Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2023
- janúar. 24. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingunn Einarsdóttir – 24. janúar 2023
- janúar. 23. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng ———– 23. janúar 2023
- janúar. 23. 2023 | 06:00 PGA: Xander Schauffele með fyrsta albatrossinn á ferlinum á AmEx Open
- janúar. 23. 2023 | 05:15 Hvað var í sigurpoka Brooke Henderson?
- janúar. 23. 2023 | 05:00 PGA: Rahm rúllaði upp AmEx Open
- janúar. 22. 2023 | 22:40 Champions: Stricker sigraði í Hawaii
- janúar. 22. 2023 | 22:30 LPGA: Sigur Brooke Henderson öruggur á Hilton Grand Vacations TOC!!!
- janúar. 22. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sigurbjörn Sigfússon og Unnur Ólöf Halldórsdóttir – 22. janúar 2023
- janúar. 22. 2023 | 14:45 Evróputúrinn: Victor Perez sigraði á Abu Dhabi HSBC meistaramótinu
- janúar. 21. 2023 | 23:59 LPGA: Brooke Henderson leiðir á Hilton Grand Vacations TOC f. lokahringinn
- janúar. 21. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (3/2023)