Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Dagbjartur Sigurbrandsson – 17. nóvember 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Dagbjartur Sigurbrandsson. Hulda Hlín Magnúsdóttir og Joyce Wethered. Dagbjartur Sigurbrandsson er fæddur 17. nóvember 2002 og á því 20 ára afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbi Reykjavíkur og hefir verið að gera góða hluti á Mótaröð þeirra bestu. Komast má á facebook síðu Dagbjarts til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Dagbjartur Sigurbrandsson – Innilega til hamingju með 20 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Joyce Wethered, Lady Heathcoat-Amory, f. 17. nóvember 1901 – d. 18. nóvember 1997 (Hefði orðið 101 árs); Jónas R Jónsson 17. nóvember 1948 (74 ára); Vilborg Sverrisdóttir, 17. nóvember 1961 (61 árs); Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2022 | 18:00

Guðmundur Ágúst kominn á Evróputúrinn!!! FRÁBÆR!!!

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnukylfingur úr GKG, náði þeim frábæra árangri í dag að tryggja sér keppnisrétt á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu í karlaflokki, DP World Tour. Guðmundur Ágúst er aðeins annar íslenski kylfingurinn sem nær þessum árangri – en Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, náði tvívegis að komast í gegnum lokaúrtökumótið á Evrópumótaröðinni, DP World Tour. Fyrst árið 2006 og aftur ári síðar. Lokaúrtökumótinu lauk í dag þegar sjötti keppnisdagurinn fór fram. Guðmundur Ágúst lék hringina sex á samtals -18 og endaði í 19.-23 sæti. Til þess að fá keppnisrétt á DP World Tour á næsta tímabili, 2023, þurftu keppendur að vera í einu af 25 efstu sætunum á lokaúrtökumótinu. Guðmundur Ágúst Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Barbara Romack – 16. nóvember 2022

Barbara Gaile Romack fæddist 16. nóvember 1932 í Sacramento, Kaliforníu og er því 90 ára í dag. Hún sigraði North and South Women´s Amateur mótið í Pinehurst 1952, Canadian Women´s Amateur 1953 og árið 1954 vann hún sjálfa Mickey Wright í US Women´s Amateur. Í kjölfarið var henni m.a. boðið í Hvíta húsið og hún og Bandaríkjaforsetinn Dwight Eisenhower urðu góðir vinir. Árið 1955 varð Romack í 2. sæti á eftir Jessie Valentine í British Ladies Amateur, en mótið fór fram í Royal Portrush golfklúbbnum á Norður-Íralndi. Vegna afreka hennar þar var hún á forsíðu Sports Illustrated 16. apríl 1956. Í maí 1957 giftist hún Edward Wayne „Bud“ Porter, aðstoðargolfkennara Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2022 | 20:00

Evróputúrinn: Tommy Fleetwood sigraði á Nedbank Golf Challenge

Nedbank Golf Challenge var mót vikunnar á Evrópumótaröð karla, dagana 10.-13. nóvember 2022. Mótið fór fram í Gary Player CC, í Sun City, S-Afríku. Sigurvegari mótsins varð hin enski Tommy Fleetwood, en hann lék á samtals 11 undir pari, 277 höggum (70 70 70 67). Í 2. sæti, aðeins 1 höggi á eftir varð Ryan Fox, frá Nýja-Sjálandi. Sjá má lokastöðuna á Nedbank Golf Challenge með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ottó Sigurðsson – 15. nóvember 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Ottó Sigurðsson. Ottó er fæddur 15. nóvember 1979 og er því 43 ára í dag. Ottó er afrekskylfingur í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG). Hann hefir æft golf frá árinu 1993, þ.e. frá 14 ára aldri. Hann var m.a. skráður í PGA á Íslandi og því atvinnumaður í golfi 2007-2009. Hann hefir staðið sig geysivel í fjölmörgum opnum mótum og mætti sem dæmi nefna glæsilegan sigur hans í ZO-ON mótinu 19. júní 2010, þegar hann spilaði Hvaleyrina á -5 undir pari, 66 höggum. Aðeins 3 vikum áður sigraði Ottó höggleikinn á Vormóti Hafnarfjarðar og svo mætti sem dæmi nefna sigur hans á 1. maí móti GHR 2008. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2022 | 20:00

Chiara Noja og Team Nicole Garcia sigruðu í Aramco Team Series Jeddah

Aramco Team Series – hluti af Evrópumótaröð kvenna hélt áfram í Jeddah, dagana 10.-11. nóvember 2022. Mótsstaður var Royal Greens Golf & Country Club í Jeddah, Sameinuðu arabísu furstadæmunum. Sigurvegari í einstaklingskeppninni varð hin þýska Chiara Noja.  Hún er fædd 16 .mars 2006 í Berlín, Þýsklandi og því aðeins 16 ára. Þess mætti geta að Noja á sama afmælisdag og Haraldur okkar Franklín Magnús. Hún gerðist atvinnumaður í golfi, í fyrra, 2021. Þetta er fyrsti titill, sem Noja vinnur á LET og hún er aðeins 16 ára 241 dags gömul þegar hún vinnur titilinn – Glæsileg!!! Sigur hinna ungu Noja vannst eftir bráðabana við Solheim Cup kylfinginn enska Charley Hull, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Bent Larsen Fróða- son, Nicolas Colsaerts og Jacob Thor Haraldsson – 14. nóvember 2022

Afmæliskylfingar dagsins eru þrír belgíski kylfingurinn Nicolas Colsaerts,  Bent Larsen Fróðason og Jacob Thor Haraldsson Bent Larsen Fróðason er fæddur 14. nóvember 1977 og á því 45 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu Bent til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Bent Larsen Fróðason – Innilega til hamingju með afmælið Nicolas Colsaerts fæddist 14. nóvember 1982 og fagnar því 40 ára stórafmæli í dag. Hann hefir m.a. s.s. flestir áhugamenn um golf vita tekið þátt í Solheim Cup með liði Evrópu. Jacob Thor Haraldsson er fæddur 14. nóvember 1962 og fagnar því 60 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskyfingsins Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2022 | 20:00

Karl Jóhannsson, GR, er sjálfboðaliði ársins 2022

Karl Jóhannsson frá Golfklúbbi Reykjavíkur er sjálfboðaliði ársins 2022 hjá Golfsambandi Íslands. Karl fékk viðurkenningu þess efnis á formannafundi Golfsambands Íslands sem fram fór laugardaginn 12. nóvember í Laugardalshöll. Þetta er í 9. sinn sem þessi viðurkenning er afhent hjá Golfsambandi Íslands. Hulda Bjarnadóttir, forseti GSÍ, sagði eftirfarandi þegar sjálfboðaliði ársins var heiðraður á formannafundinum. „Að starfa fyrir íþróttafélag sem sjálfboðaliði er alla jafna gefandi og skemmtilegt. Karl Jóhannsson hlýtur í dag viðurkenningu sem sjálfboðaliði ársins hjá Golfsambandi Íslands fyrir árið 2022. Karl sá tækifæri til að bæta og gera félagsstarf eldri kylfinga öflugra hjá Golfklúbbi Reykjavíkur fyrir nokkrum árum og hefur haldið því áfram. Þannig hefur hann haft áhrif Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ernir Steinn Arnarson – 13. nóvember 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Ernir Steinn Arnarson. Hann er fæddur 13. nóvember 1992 og á því 30 ára stórafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið hér að neðan: Ernir Steinn Arnarson – 30 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Robert Jay Sigel, 13. nóvember 1943 (79 ára); Marianna Fridjonsdottir, 13. nóvember 1953 (69 ára) Þuríður Bernódusdóttir, 13. nóvember 1954 (68 ára) Rosie Jones, 13. nóvember 1959 (63 ára); Rögnvaldur A Sigurðsson, 13 nóvember 1965 (57 árs); Arnþór Örlygsson, 13. nóvember 1970 (52 ára); Rafn Stefán Rafnsson 13. nóvember 1978 (44 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2022 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (45/2022)

Nokkrir stuttir á ensku: 1 Q: Are you a scratch golfer? A: Yes I sure am, after each shot I scratch my head and wonder where my ball went. 2​ ​It takes a serious amount of balls to golf like I do. ​3​ I’m so bad at golf that I have to get my ball retriever regripped more often than my clubs. 4​ ​Q: How do you know it is too wet to play golf? A: Your golf cart starts to capsize.