Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 7. 2022 | 22:00

PGA: Henley sigraði á World Wide Technology Championship at Mayakoba

Það var bandaríski kylfingurinn Russell Henley, sem sigraði á móti vikunnar á PGA Tour: World Wide Technology Championship at Mayakoba.

Mótið fór fram að Playa del Carmen í Riviera Maya í Mexíkó, dagana 3.-6. nóvember 2022.

Sigurskor Henley var 23 undir pari, 261 högg (63 63 65 70).

Í 2. sæti varð Brian Harman á samtals 19 undir pari og  3. sætinu deildu 5 kylfingar þ.á.m. Scottie Scheffler.

Lokastöðuna á World Wide Technology Championship at Mayakoba má sjá með því að SMELLA HÉR: