
Evróputúrinn: Bjarki og Guðmundur Ágúst hefja leik í dag á lokaúrtökumótinu f. Evrópumótaröðina

Bjarki Pétursson
Bjarki Pétursson, GKG og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GKG, hefja báðir leik í dag, föstudaginn 11. nóvember 2022 á lokaúrtökumótinu fyrir DP Evrópumótaröðina – sem er sterkasta atvinnumannamótaröðin í Evrópu.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson
Alls eru 153 keppendur sem komust inn á lokaúrtökumótið – um helmingur þeirra kemur í gegnum 2. stig úrtökumótsins líkt og þeir Bjarki og Guðmundur gerðu. Hinn helmingurinn kemur frá DP Evrópumótaröðinni, kylfingar sem náðu ekki að halda keppnisrétti sínum, á þessu tímabili.
Keppnisdagarnir eru alls 6 á lokaúrtökumótinu sem fram fer á Infinitum golfsvæðinu sem er rétt við bæinn Tarragona á Spáni og í næsta nágrenni við þekkt sumardvalarsvæði, Salou.
Fyrst eru leiknir fjórir hringir, tveir þeirra á Lakes vellinum og tveir á Hills vellinum. Eftir fjórða hringinn er niðurskurður þar sem að um helmingur keppenda fær tækfæri að leika á síðustu tveimur keppnisdögunum – en tveir síðustu hringirnir verða leiknir á Lakes vellinum. Að loknum sjötta keppnisdegi fá 20 efstu keppnisrétt á DP Evrópumótaröðinni
Þetta er í annað sinn sem Bjarki og Guðmundur Ágúst komast inn á lokaúrtökumótið – en þeir léku á því móti árið 2019.
Bjarki Pétursson leikur fyrsta hringinn á Lakes vellinum og Guðmundur Ágúst Kristjánsson leikur á Hills vellinum á 1. keppnisdeginum.
Texti: GSÍ
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023