Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2022 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA 2023 (9/50): Harry Hall

Nú verður fram haldið að kynna stuttlega nýju strákana á PGA Tour. Byrjað verður á að kynna 25 efstu á Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið.

Í dag verður Harry Hall kynntur en hann var 17. besti kylfingurinn eftir reglulega tímabilið.

Harry Hall er 25 ára fæddur í Carnborn, í Cornwall, Englandi. Í Englandi er Hall í sama golfklúbbi (West Cornwall Golf Club) og ‘Long Jim Barnes, sem sirgaði ária 1916 og1919 PGA Championship risamótinu, 1921 á Opna bandaríska og 1925 á Opna breska.

Hall var í bandaríska háskólagolfinu og spilaði með liði University of Nevada-Las Vegas. Hann útskrifaðist með gráðu í félagsfræði, 2018.

.Hall gerðist atvinnumaður í golfi árið 2019 og var kominn á Korn Ferry Tour árið á eftir 2020.

Hann á tvo sigra í beltinu á Korn Ferry Tour. Sá fyrri kom keppnistímabilið 2020-2021, en það var á Wichita Open Benefitting KU Wichita Pediatrics mótinu.

Síðari sigurinn vannst á NV5 Invitational presented by Old National Bank mótinu á 2022, sem ásamt mun betri árangri í heildina, en fyrra keppnistímabilið fleytti Hall í 17. sætið og kom honum á PGA Tour, keppnistímabilið 2022-2023.