Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 21. 2022 | 20:00

PGA: Adam Svensson sigraði á RSM Classic

Mót vikunnar á PGA Tour, dagana 17. -20. nóvember 2022 var The RSM Classic. Mótið fór fram í Sea Island golfklúbbnum (á Seaside vellinum), á St. Simons Island, í Georgia. Sigurvegari mótsins var Adam Svensson frá Kanada og var þetta 1. PGA Tour titill hans. Sigurskor Svenssons var 19 undir pari, 263 högg (73 64 62 64).  Svensson er fæddur 31. desember 1993 og því 28 ára.  Þetta er 4. titill hans á atvinnumannsferlinum, en auk þessa sigurs hefir hann sigrað 3 sinnum á Korn Ferry Tour. Hann átti 2 högg á þá 3 sem komu næstir: Brian Harman, Sahith Theegala og Englendinginn Callum Tarren. Sjá má lokastöðuna á The RSM Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 21. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Búi Vífilsson —— 21. nóvember 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Búi Vífilsson. Búi er fæddur 21. nóvember 1957 og er því 65 ára í dag! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Búi Vífilsson (65 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Alexandre Nardy Rocha (frá Brasilíu) 21. nóvember 1977 (45 ára); Rebecca Flood, 21. nóvember 1988 (34 ára); Birkir Orri Viðarsson, 21. nóvember 2000 (22 ára) ….. og …… Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 20. 2022 | 20:20

LPGA: Ko sigraði á CME Group Tour Championship – fékk hæsta sigurtékkann – var valin leikmaður ársins og fékk Vare Trophy

Stærsta ávísun sigurvegara í sögu kvennagolfsins tilheyrir Lydia Ko eftir sigur hennar á CME Group Tour Championship 2022. Ko, sem er nú 19-faldur LPGA-meistari, lék á 2 höggum undir 70 höggum á sunnudaginn og endaði á -17 samtals og tveimur höggum á undan  hinni írsku Leonu Maguire, en þær voru jafnar fyrir lokahringinn. Með sigri sínum vann Ko einnig verðlaunin sem leikmaður ársins 2022 í annað sinn á ferlinum og Vare-bikarinn annað tímabil í röð, fyrir lægsta meðalskor á 2022 keppnistímabilinu. „Að vera leikmaður ársins og vinna Vare-bikarinn aftur og vinna CME Group Tour Championship, það er draumur sem rætist. Að geta gert það fyrir framan fjölskylduna og liðið mitt, þú Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 20. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ásta Guðríður Guðmundsdóttir– 20. nóvember 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Ásta Guðríður Guðmundsdóttir. Ásta Guðríður er fædd 20. nóvember 1972 og fagnar því 50 ára stórafmæli í dag. Ásta Guðríður Guðmundsdóttir – 50 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Bobby Locke, f. 20. nóvember 1917 – d. 9. mars 1987; Don January, 20. nóvember 1929 (93 ára); Mohammad Rahman Siddikur, 20. nóvember 1984 (38 ára); Thidapa Suwannapura. 20. nóvember 1992 (30 ára STÓRAFMÆLI!!!) ….. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 20. 2022 | 12:30

Evróputúrinn: Rory nr. 1 í Evrópu 4. skiptið í röð

Þegar Nr. 1 á heimslistanum (Rory McIlroy) kom til Jumeirah Golf Estates fyrir lokamót Evrópumótaraðarinnar í Dubai og var hann með mjótt forskot á Ryan Fox á DP stigatöflunni. En þegar inn í síðasta hringinn á sunnudaginn var komið, var næsti keppinautur McIlroy á stigalistanum sigurvegari Opna bandaríska Matt Fitzpatrick – sem einnig hefir sigrað  tvívegis áEarth Course. Lokahringur upp á fjóra undir pari, 68 högg samhliða því að  Fitzpatrick varð T-5 á lokamótinu en Rory í 4. sæti, tryggði Rory fyrsta sætið á stigalistanum. Félagi Rory í Ryder Cup, Jon Rahm, varð að sama skapi fyrsti kylfingurinn til að vinna DP World Tour Championship í sögulegt þriðja sinn, þar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 19. 2022 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (46/2022)

Einn stuttur á ensku: I shot one under at golf today. One under a tree, one under a bush and one under the water. ​ ​

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 19. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ingvi Rúnar Einarsson – 19. nóvember 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Ingvi Rúnar Einarsson. Ingvi Rúnar er fæddur 19. nóvember 1937 og á því 85 ára merkisafmæli í dag. Ingvi Rúnar er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og heldur úti samfélagssíðunni Kylfingar á Facebook. Ingvi Rúnar spilar mikið golf, gjarnan erlendis í golfferðum á ýmsum freistandi golfáfangastöðum og jafnt sumars sem um miðjan vetur á Íslandi. Eins er hann mjög góður púttari og hefir tekið þátt í mörgum púttmótum Golfklúbbsins Keilis, með góðum árangri. Ingvi Rúnar er jafnframt stofnandi golfklúbbsins Hraunborga Ingvi Rúnar er kvæntur, á 4 börn og fjölda barnabarna. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2022 | 20:00

PGA: Tony Finau sigraði á Cadence Bank Houston Open

Mót vikunnar á PGA Tour var Cadence Bank Houston Open. Mótið fór fram dagana 10.-13. nóvember 2022 í Houston, Texas. Það var (Milton Pouha) Tony Finau sem sigraði og var sigurskor hans 16 undir pari, 264 högg (65 62 68 69). Finau er fæddur 14. september 1989 og er því 33 ára. Hann er kvæntur Alaynu og eiga þau 5 börn: soninn Jraice, dótturina Leilene Aiaga og soninn Tony Finau jr. og dæturnar Sage og Siennu-Vee f. 2021. Finau eldri gerðist atvinnumaður í golfi 2007 og á í beltinu 6 sigra, sem slíkur,  5 á PGA Tour og 1 á Korn Ferry Tour. Sigur Finau var sannfærandi því hann átti heil 4 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Svala Ólafsdóttir – 18. nóvember 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Svala Ólafsdóttir. Svala er fædd 18. nóvember 1967 og á því 52 ára afmæli í dag!!! Svala Ólafsdóttir – 55 ára – innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Marga Stubblefield, 18. nóvember 1951 (71 árs); Þorgerður Jóhannsdóttir, 18. nóvember 1955 (67 ára); Josef Olasson, 18. nóvember 1961 (61 árs); Jill Briles-Hinton, 18. nóvember 1962 (60 ára MERKISAFMÆLI!!!); Valgarður M. Pétursson, 18. nóvember 1963 (59 ára); Sandra Carlborg, 18. nóvember 1983 (39 ára); Guðni Sumarliðason (31 árs); Matti Schmid, 18. nóvember 1997 (25 ára STÓRAFMÆLI!!!) ….. og ….. Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2022 | 20:00

LPGA: Nelly Korda sigraði á Pelican Women’s meistaramótinu

Mót vikunnar á LPGA var Pelican Women’s Championship, sem fram fór 11.-13. nóvember 2022. Mótsstaður var í Pelican golfklúbbnum í Belleair, Flórída. Sigurvegari mótsins var Nelly Korda og var sigurskor hennar 14 undir pari, 196 högg (66 66 64). Í 2. sæti varð annar Flórídabúi, Lexi Thompson, aðeins 1 höggi á eftir. Sjá má lokastöðuna á Pelican Women’s Championship með því að SMELLA HÉR: