Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sigursveinn Þórðarson – 7. desember 2022

Það er Sigursveinn Þórðarson sem er afmæliskylfingur dagsins. Hann fæddist 7. desember 1972 og á því 50 ára stórafmæli í dag.Komast má á facebook síðu Sigursveins til þess að óska honum til hamingju með 50 ára stórafmælið hér að neðan Sigursveinn Þórðarson – 50 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Daniel David Sikes, Jr., f. 7. desember 1929 – d. 20. desember 1987; Michael Rexford Nicolette, 7. desember 1956 (66 ára); Jóhanna Vilhjálmsdóttir, 7. desember 1970 (52 ára); Luke Donald, 7. desember 1977 (45 ára); Sarah Kemp, 7. desember 1985 (37 ára); Billy Horschel, 7. desember 1986 (36 ára) ….. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2022 | 18:00

LEK: Fundargerð og ársreikningur af aðalfundi

Aðalfundur LEK fór fram 23. nóvember s.l. í Golfskála GKG. Alls mættu 25 á fundinn. Á fundinum var ársreikningur LEK fyrir árið 2022 lagður fram og kynntur, ásamt ýmsum öðrum fróðleik úr starfi félagsins á árinu 2022. Fundargerðina má lesa hér fyrir neðan og í hlekkjunum eru gögn frá fundinum, Ársreikningur, fundargerð og glærukynning frá fundinum. Ársreikningur LEK 2022Download 2022 fundargerð Aðalfundar 23. nóvemberDownload Aðalfundur LEK 23. nóv 2022 bg 1.3 (1)Download

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2022 | 16:00

Afmælisbarn dagsins: St. Nikulás, Ásgeir Eiríksson og Arna Garðarsdóttir – 6. desember 2022

Afmæliskylfingar dagsins eru þrír: St. Nikulás, Ásgeir Eiríksson og Arna Garðarsdóttir. Í dag er haldið upp á St. Nikulásar-daginn víðs vegar í ríkjum kaþólskra, en St. Nikulás frá Myra er dýrlingur hjá kaþólskum. Dagurinn í dag er dánardægur St. Nikulás en hann dó árið 323, og gjöfuls anda hans minnst. Margar sögur eru til um kraftaverk St. Nikulás. Ein sagan gengur út á að hann hafi safnað saman öllum verðmætum í strandbæ einum í Tyrklandi og fengið þau sjóræningjum, sem höfðu hneppt börn bæjarins í gíslingu. Sagan á að sýna að börnin eru dýrmætari en allar mannana eigur. Frægust er sagan af því þegar hann forðaðið 3 föngulegum stúlkum frá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 5. 2022 | 18:00

Evróputúrinn: Guðmundur Ágúst keppir í sínu 3. móti nú í vikunni

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnukylfingur úr GKG, leikur á sínu þriðja móti á keppnistímabilinu á DP World Tour mótaröðinni í þessari viku. Mótið sem hefst á fimmtudaginn og fer fram dagana 8.-11. desember, heitir Alfred Dunhill Championship og fer fram á Leopard Creek vellinum í Malelane Guðmundur Ágúst var aðeins einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn á öðru móti tímabilsins í síðustu viku. Fjórða mótið í þessari keppnistörn hjá Guðmundi verður á eyjunni Máritíus á Indlandshafi dagana 15.-18. desember. Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit mótsins. Alfred Dunhill Championship á sér langa sögu á DP World Tour. Fyrst var keppt árið 1995 og margir þekktir kylfingar hafa Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 5. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðmundur Valgeir Gunnarsson – 5. desember 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Guðmundur Valgeir Gunnarsson.  Guðmundur Valgeir er fæddur 5. desember 1977 og á því 45 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Guðmundur Valgeir Gunnarsson, 45 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Helen Dettweiler, f. 5. desember 1914 – 13. nóvember 1990; Beverly Hanson,f. 5. desember 1924 – d. 12. apríl 2014 (hefði orðið 98 ára); Lanny Wadkins, 5. desember 1949 (73 ára); Bjórvettlingar Leikur Í Gangi(72 ára); Anthony Irvin „Tony“ Sills, 5. desember 1955 (67 ára); Árni Ægir Friðriksson, 5. desember 1964 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2022 | 23:59

PGA: Viktor Hovland sigraði á Hero World Challenge

Hero World Challenge var mót vikunnar á PGA Tour, dagank 1.-4. desember 2022. Mótið fór fram í Albany, New Providence, á Bahamas eyjum. Sigurvegari mótsins var norski frændi okkar Viktor Hovland. Sigurskor Hovland var 16 undir pari, 272 högg (69 70 64 69). Hann átti 2 högg á Scottie Scheffler, sem varð i 2. sæti.  Cameron Young varð þriðji á samtals 12 undir pari. Viktor Hovland er fæddur 18. september 1997 og því 25 ára. Hann spilaði í bandaríska háskólagolfinu með liði Oklahoma State. Hovland gerðist atvinnumaður í golfi 2019 og á í beltinu 7 sigra á atvinnumannsferli sínum, þar af 3 á PGA Tour, en sigurinn á Hero World Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Valdís Þóra Jónsdóttir – 4. desember 2022

Það er LET kylfingurinn og Íslandsmeistarinn í höggleik kvenna 2012 – Valdís Þóra Jónsdóttir sem er afmæliskylfingur dagsins. Valdís Þóra er fædd 4. desember 1989 og á því 33 ára afmæli í dag. Valdís tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í höggleik á Hellu með lokapúttinu og samtals skori upp á 13 yfir pari, 293 höggum (71 75 72 75) í lok júlí 2012. Golf 1 tók viðtal við Valdísi Þóru fyrir lokadag mótsins sem rifja má upp með því að SMELLA HÉR: Árið 2017, spilaði Valdís Þóra bæð á LET Access og LET mótaröðinni, en besti árangur hennar á LET er glæsilegt 3. sæti sem hún náði á Sanya Open í Kína, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2022 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (48/2022)

Tveir stuttir á ensku: Golfer: I would move both heaven and earth to get a birdie today. Caddie: Try heaven. You have moved most of the earth already today. ​ Wife: You spend far too much time concentrating on golf! Do you even remember the day we got engaged? Husband: Sure I do! It was the same day I shot even par

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Haukur Örn Birgisson – 3. desember 2022

Það er lögmaðurinn, forseti EGA og fv. forseti GSÍ, Haukur Örn Birgisson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Haukur Örn er fæddur 3. desember 1979 og því 43 ára í dag. Hann er félagi í Golfklúbbnum Oddi og aukaaðild í Golfklúbbi Flúða. Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Hauk Örn með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Elsku Haukur Örn Birgisson – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Hörður Vilhjálmur Sigmarsson, 3. desember 1953, GK (69 ára ); Skarphéðinn Skarphéðinsson, 3. desember 1954 (68 ára); Ólöf Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2022 | 08:15

Evróputúrinn: Guðmundur Ágúst náði ekki niðurskurði á Investec South African Open meistaramótinu

Það var gríðarleg spenna hvort Guðmundi Ágúst Kristjánssyni tækist að ná niðurskurði á Investec South African Open meistaramótinu, en mótið var 2. mótið sem hann spilaði í með fullan keppnisrétt á Evróputúrnum. Blása varð 2. hring af í gær vegna þrumuveðurs og eldinga á Blair Atholl Golf & Equestrian Estate, í Lanseria, Jóhannesarborg, þar sem mótið fer fram. Guðmundur Ágúst átti þá bara eftir 1 holu óspilaða og var á samtals 2 undir pari, sem hefði nægt til þess að ná niðurskurði, að því gefnu að hann spilaði síðustu holuna á pari. Fyrri hringinn spilaði hann á 72 eða sléttu pari. Því miður fékk Guðmundur Ágúst nú rétt í þessu skolla Lesa meira