Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Valdís Þóra Jónsdóttir – 4. desember 2022

Það er LET kylfingurinn og Íslandsmeistarinn í höggleik kvenna 2012 – Valdís Þóra Jónsdóttir sem er afmæliskylfingur dagsins.

Valdís Þóra er fædd 4. desember 1989 og á því 33 ára afmæli í dag.

Valdís tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í höggleik á Hellu með lokapúttinu og samtals skori upp á 13 yfir pari, 293 höggum (71 75 72 75) í lok júlí 2012. Golf 1 tók viðtal við Valdísi Þóru fyrir lokadag mótsins sem rifja má upp með því að SMELLA HÉR:

Árið 2017, spilaði Valdís Þóra bæð á LET Access og LET mótaröðinni, en besti árangur hennar á LET er glæsilegt 3. sæti sem hún náði á Sanya Open í Kína, sem jafnframt er besti árangur íslensks kylfings á jafnstórri mótaröð og LET er.

Valdís Þóra slær upphafshöggið á Íslandsmótinu í höggleik 2012. Mynd: Golf 1

Valdís Þóra hefir m.a. verið klúbbmeistari Golfklúbbsins Leynis í mörg ár.

Hún spilaði golf með golfliði Texas State í bandaríska háskólagolfinu, en þaðan útskrifaðist hún 2012.

Valdís Þóra tók þátt í HM kvennalandsliða áhugamanna í Tyrklandi í september 2012.

Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Valdísi Þóru með því að SMELLA HÉR: 

Frá sumrinu 2014 spilaði Valdís Þóra á Eimskipsmótaröðinni (nú: Mótaröð þeirra bestu) og LET Access en frá 2017 á LET.

Í apríl 2021 sagði Valdís skilið við atvinnumennskuna í golfinu, vegna langvarandi, þrálátra verkja í baki. Í dag er Valdís Þóra íþróttastjóri GL og sinnir jafnframt þjálfun og golfkennslu hjá GM.

Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan:

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: GSÍ

Valdís Þóra Jónsdóttir (33 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!)

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Pam Higgins, 4. desember 1945 (77 ára); Mary Bea Porter-King, 4. desember 1949 (73 ára); Björn T Hauksson, 4. desember 1956 (66 árs); Costantino Rocca, 4. desember 1956 (66 ára); Wesley Earl Short, Jr., 4. desember 1963 (59 ára); Jósep Þorbjörnsson 4. desember 1966 (56 árs); Brynja Herborg Jonsd. 4. desember 1978 (44 ára); Bergur Dan Gunnarsson 4. desember 1986 (36 ára); Petrea Sigmundsdóttir, 4. desember 1989 (33 ára); Marissa Steen, 4. desember 1989 (33 ára) ….. og ……

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is