
Evróputúrinn: Guðmundur Ágúst keppir í sínu 3. móti nú í vikunni
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnukylfingur úr GKG, leikur á sínu þriðja móti á keppnistímabilinu á DP World Tour mótaröðinni í þessari viku.
Mótið sem hefst á fimmtudaginn og fer fram dagana 8.-11. desember, heitir Alfred Dunhill Championship og fer fram á Leopard Creek vellinum í Malelane
Guðmundur Ágúst var aðeins einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn á öðru móti tímabilsins í síðustu viku.
Fjórða mótið í þessari keppnistörn hjá Guðmundi verður á eyjunni Máritíus á Indlandshafi dagana 15.-18. desember.
Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit mótsins.
Alfred Dunhill Championship á sér langa sögu á DP World Tour. Fyrst var keppt árið 1995 og margir þekktir kylfingar hafa sigrað á þessu móti. Má þar nefna Suður-Afríkumennina Ernie Els, og Charl Schwartzel, Ástralann Adam Scott og Nick Price frá Zimbabve – en þeir hafa allir sigrað á risamóti.
Mótið er einnig hluti af Sunshine Tour mótaröðinni í Suður-Afríku. Um helmingur keppenda kemur frá Suður-Afríku. Á þessu tímabili verða sex mót á DP World Tour haldin í samvinnu við Sunshine Tour í Suður-Afríku.
Leopard Creek völlurinn er staðsettur við Kruger þjóðgarðinn í Suður-Afríku. Staðsetning vallarins er einstök þar sem að flest villt dýr Afríku eiga sér samanstað í þessum þjóðgarði.
Mótaskrá DP World Tour 2022-2023 er hér:
Fjórða mótið í þessari keppnistörn fer fram 15.-18. desember þegar AfrAsia Bank Mauritius Open.
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023