Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2022 | 16:00

Afmælisbarn dagsins: St. Nikulás, Ásgeir Eiríksson og Arna Garðarsdóttir – 6. desember 2022

Afmæliskylfingar dagsins eru þrír: St. Nikulás, Ásgeir Eiríksson og Arna Garðarsdóttir.

Í dag er haldið upp á St. Nikulásar-daginn víðs vegar í ríkjum kaþólskra, en St. Nikulás frá Myra er dýrlingur hjá kaþólskum. Dagurinn í dag er dánardægur St. Nikulás en hann dó árið 323, og gjöfuls anda hans minnst.

Nikulás eftir Lipensky (t.v.)

Margar sögur eru til um kraftaverk St. Nikulás. Ein sagan gengur út á að hann hafi safnað saman öllum verðmætum í strandbæ einum í Tyrklandi og fengið þau sjóræningjum, sem höfðu hneppt börn bæjarins í gíslingu. Sagan á að sýna að börnin eru dýrmætari en allar mannana eigur. Frægust er sagan af því þegar hann forðaðið 3 föngulegum stúlkum frá hórdómi og endurlífgaði 3 drengi sem vondur kjötiðnaðarmaður var búinn að myrða og setja í pækil. St. Nikulás forðaði fólki frá hungursneyð m.a. með því að útdeila hveiti meðal þess, sjófarendum sem skila áttu farminum til eigandans til mikillar áhyggna. Þær reyndust óþarfar því St. Nikulás fyrir tilstilli kraftaverks endurnýjaði birgðir þeirra og rúmlega það.

Í kvöld og næstu tvo daga setja krakkar í Þýskalandi, Hollandi og Belgíu og víðar um Evrópu skóinn sinn út í gluggann því St. Nikulás gefur öllum börnum gjafir. Eins eru haldin jólaböll honum til dýrðar víðs vegar um Evrópu m.a. á Kuckuck í Köln, í Þýskalandi, þar sem Íslendingar búsettir í Þýskalandi hafa löngum komið saman, 6. desember.

St. Nikulás er fyrirmynd bandaríska jólasveinsins, þess rauðklædda með hvíta skeggið og nafn hans á ensku dregið af þessum dásamlega dýrlingi: St Nikulás, á hollensku: Sinter Claes og loks ensku: Santa Claus.

Óvíst er að St. Nikulás hafi verið kylfingur, en í ljósi þess að hann gerði mörg kraftaverk er næsta víst að hann hefði spilað hring sem scratchari hefðu golfvellirnir í Belek í í Tyrklandi verið komnir á þeim tíma, sem hann var uppi. Og hver veit nema hann hafi haft hönd í bagga með að þeir voru byggðir; St. Nikulás vildi mönnum nefnilega vel og er sérlegur dýrlingur barna og sjómanna, þeirra sem eru með órétti sakaðir um verknaði sem þeir hafa ekki gert, sem og ýmissa annarra.

Ásgeir Eiríksson er fæddur 6. desember 1947 og fagnar því 75 ára merkisafmæli í dag. Komast má á síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan

Ásgeir Eiríksson – 75 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!

Arna Garðarsdóttir er fædd 6. desember 1962 og fagnar því 60 ára merkisafmæli í dag.

Komast má á síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Örnu til hamingju með afmælið hér að neðan

Arna Garðarsdóttir

Arna Garðarsdóttir – 60 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!

Afmæliskylfingar dagsins eru: Ásgeir Eiríksson, 6. desember 1947 (75 ára); Arna Garðarsdóttir, 6. desember 1962 (60 ára); Þórir Bergsson, 6. desember 1963 (59 ára); Guðmundur Pétursson, 6. desember; Pétur Blöndal, 6. desember 1971 (51 árs); Beth Allen, 6. desember 1981 (41 árs – bandarísk, spilar á LET); Frederico Colombo, 6. desember 1987 (35 ára – góður vinur Molinari-bræðranna ítölsku) …. og ….