Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd: seth@golf.is
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 29. 2022 | 21:15

Guðmundur Ágúst var ekki valinn Íþróttamaður ársins

Nú er nýlokið vali Samtaka íþróttafréttamanna á „Íþróttamanni Íslands árið 2022.“

Meðal þeirra 11, sem hlutu útnefningu og kom til greina að hreppa titilinn var Guðmundur Ágúst Kristjánsson, sem náði þeim stórglæsilega árangri á árinu að komast á Evrópumótaröð karla í golfi.

Sá sem var hins vegar tilnefndur „Íþróttamaður Íslands 2022″  var Ómar Ingi Magnússon, handboltamaður, sem spilar og er Þýskalandsmeistari,með Magdeburg, í Þýskalandi.

Lið ársins 2022 varð Meistaraflokkur karla í handbolta  í Val og þjálfari Íslands varð Þorgeir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta.

Handboltinn var því í aðalhlutverki nú í ár, í vali Samtaka íþróttafréttamanna.