Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 28. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Martin Kaymer —— 28. desember 2022

Það er nr. 477 á heimslistanum, þýski PGA risamótstitilshafinn Martin Kaymer, sem er afmæliskylfingur dagsins. Kaymer fæddist 28. desember 1984 í Düsseldorf í Þýskalandi og á því 38 ára afmæli í dag!

Martin Kaymer átti glæsiár, árið 2014 og margt sem gerðist það ár í lífi hans. Eftirminnilegur er stórglæsilegur sigur hans á Opna bandaríska risamótinu, þar sem hann átti 8 högg á næsta keppanda. Eins sigraði hann á Players mótinu, sem oft er nefnt 5. risamótið.

Meginpart ársins 2014 var Martin Kaymer á lausu – lék m.a. í Pro-Am mótum með ýmsum fegurðardísum í von um að finna þá einu réttu og nægir þar að nefna leik hans við rússneska kylfinginn og fegurðardísina Maríu Verchenovu.

Eftir sigurinn á Opna bandaríska voru ýmsir að spá í hvort Kaymer væri að draga sig saman við löndu sína, fegurðardísina og stórkylfinginn Söndru Gal, en frá upphafi gáfu bæði frá sér að þau væru bara góðir vinir. Sandra hljóp m.a. á völlinn eftir sigur Kaymer á stórmótinu og skvetti úr vatnsflösku á hann eins og gert er við sigurvegara á kvennamótum.

Það var svo ekki fyrr en í lok nóvember 2015 að Kaymer lét frá sér fara fréttatilkynningu þar sem sagði að hann væri byrjaður með frænku liðsfélaga síns í Ryder bikar keppninni Stephen Gallacher, þ.e. Kristy.

Rúmu ári síðar virtust þau enn vera saman, þó litlum fréttum færi um samband þeirra. Enda kom í ljós á sl. ári, 2018 að samband þeirra hafði liðið undir lok og hann byrjaður með konu sem er 14 árum eldri enn hann, Melanie Sykes. Það samband entist þó aðeins stuttan tíma.

Ástin í lífi Kaymer er að hans sögn barnsmóðir hans og líkamsræktarfrömuðurinn Irene Scholz, en henni kvæntist hann í otkóber 2022. Þau eiga saman soninn, Sam, sem þau eignuðust í janúar 2022. Árið 2022 var því verið stórt í lífi Kaymer!!! … þó ekki hafi það verið á golfsviðinu.

Kaymer heldur heimili bæði í Mettmann í Þýskalandi og í Scottsdale, Arizona og æfir í eyðimörkinni þar – en við þannig aðstæður virðist hann kunna vel við sig s.s. 3 sigrar hans á Evrópumótaröðinni í Abu Dhabi bera vitni um. Kaymer gerðist atvinnumaður 2005 og hefir á þeim tíma sigrað 22 sinnum, þar af 11 sinnum á Evrópumótaröðinni. Fræknasti sigrar hans til þessa kom eflaust í ár, 2014, á Opna bandaríska og eins þegar hann sigraði á PGA Championship risamótinu, árið 2010. Frá þeim tíma hefir Kaymer átt fastasæti í sigurliðum Evrópu í Rydernum þ.e. árið 2010 og síðan var hann einnig í undraliðinu evrópska í Rydernum í Medinah, átti sigurpútt liðsins þar 2012; varð með í öðru sigurliði Evrópu á Gleneagles og svo einnig í tapliðinu gegn Bandaríkjunum árið 2016.

Afmæliskylfingurinn okkar vann það einstaka afrek eitt sinn að spila á 59 höggum á Habsberg Classic, þ.e. 22. júní 2006 meðan hann spilaði enn á EDP túrnum. Hér má sjá skorkort Martin Kaymer á frábæra 59 högga hring hans, upp á -13 undir pari, en það eru ekki margir kylfingar, sem hafa „breakað“ 60 úti á golfvelli og hvað þá í móti eins og Kaymer gerði:

Hola 1 2 3 4 5 6 7 8 9 Út 10 11 12 13 14 15 16 17 18 Inn Samt.
Par 4 3 4 5 4 4 4 3 5 36 4 5 3 4 4 4 3 5 4 36 72
Skor 4 4 3 4 3 3 4 2 4 31 3 3 2 4 3 3 2 5 3 28 59

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Peggy Wilson, 28. desember 1934 (88 ára); Hubert Myatt Green, 28. desember 1946 (76 ára); Sigríður Snorradóttir 28. desember 1960 (62 ára); Maiken Bing Poulsen, 28. desember 1996 (26 ára – norsk, spilar á LET) ….. og ……

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is