Nýju stúlkurnar á LPGA 2018: Brianna Do (31/49)
Það voru 49 stúlkur sem hlutu spilarétt á LPGA mótaröðina 2018 í gegnum lokaúrtökumót LPGA sem fram fór á LPGA International vellinum í Flórída dagana 28. nóvember – 3. desember s.l. Það voru 29 sem hlutu takmarkaðan spilarétt og 20 efstu stúlkurnar sem hlutu kortið sitt á LPGA þ.e. fullan þátttökurétt í öllum mótum LPGA 2018. Venja hefir verið undanfarin ár að kynna „nýju“ stúlkurnar á LPGA og líkt og áður verður byrjað að kynna þær sem rétt sluppu inn á mótaröðina og hlutu takmarkaðan spilarétt endað á þeirri sem sigraði í lokaúrtökumótinu, en það var japanska stúlkan Nasa Hataoka. Nú verður tekið til við að kynna þær 20 stúlkur Lesa meira
Daly fyrir forseta? – 30 myndir af John Daly
Daly fyrir forseta? Ja, hví ekki? Bandaríkjamenn virðast vera hrifnir af ljóshærðum mönnum, sem skandalesera! Reyndar hefir John Daly ekkert skandaleserað á síðustu misserum og því vert að rifja þennan litríka kylfinga aðeins upp. Golf Digest tók saman 30 myndir af kappanum í tilefni af 51 árs afmæli Daly 2016; þar sem rifjaður er upp skemmtilegur fatastíll hans, hressileg frammganga, fyndin andartök, golf … já bara John Daly. Hér er linkur inn á John Daly myndagrein Golf Digest SMELLIÐ HÉR:
LPGA: Darquea og Hurst spila á Bahamas
Fyrsta mót LPGA hefst nú á fimmtudaginn n.k. 25. janúar og stendur til 28. janúar 2018. Þetta er Pure-Silk Bahamas LPGA Classic, fyrsta mótið á LPGA sem Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir spilaði í fyrir ári síðan og komst í gegnum niðurskurð öllum til mikillar gleði! Það eru ekki allar jafn góðar og Ólafía Þórunn að vera með kortið sitt á LPGA og fullan keppnisrétt og þær stúlkur verða að keppa í úrtökumótum (svoköllum Monday Qualifier á ensku) eða treysta á boð styrktaraðila til þess að taka þátt í mótum. Fyrsti Monday Qualifier (verður hér eftir nefnt mánudagsúrtökumót) fór fram fyrir viku og komust tvær stúlkur, sem Golf 1 hefir nýlega kynnt Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2018: María Torres (30/49)
Það voru 49 stúlkur sem hlutu spilarétt á LPGA mótaröðina 2018 í gegnum lokaúrtökumót LPGA sem fram fór á LPGA International vellinum í Flórída dagana 28. nóvember – 3. desember s.l. Það voru 29 sem hlutu takmarkaðan spilarétt og 20 efstu stúlkurnar sem hlutu kortið sitt á LPGA þ.e. fullan þátttökurétt í öllum mótum LPGA 2018. Venja hefir verið undanfarin ár að kynna „nýju“ stúlkurnar á LPGA og líkt og áður verður byrjað að kynna þær sem rétt sluppu inn á mótaröðina og hlutu takmarkaðan spilarétt endað á þeirri sem sigraði í lokaúrtökumótinu, en það var japanska stúlkan Nasa Hataoka. Nú hafa verið kynntar þær 2 stúlkur, sem voru hvað Lesa meira
Curtis Strange óánægður með Rahm og Landry
Jon Rahm og Andrew Landry spiluðu frábært golf á CareerBuilder Challenge mótinu frá teig að flöt í fyrradag, sunnudaginn 21. janúar 2018. Einn frægðarhallarkylfingur, Curtis Strange, var samt ekkert ánægður með hvernig þeir hegðuðu sér frá teig að flöt. Í stað þess að fjalla um harðunninn sigur Rahm eða hversu mikið Landry hafði fyrir öllu þá kaus tvöfaldi risamótssigurvegarinn (Strange, sem sigraði á Opna bandaríska tvö ár í röð þ.e. 1988 og 1989) að einblína á hversu mikið Landry og Rahm kjöftuðu við hvorn annan í bráðabananum. Strange líkar ekkert orðagjálfur í harðri keppni. Strange var þekktur fyrir að vera mikil keppnismaður (og það hlýtur hann líka að hafa verið Lesa meira
Ólafía Þórunn undirbýr sig f. keppnistímabilið með aðstoð fagteymis GSÍ
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, íþróttamaður ársins 2017, er þessa dagana að undirbúa sig fyrir komandi keppnistímabil á LPGA mótaröðinni. Fyrsta mótið fer fram í lok janúar á Bahamas og þar verður Ólafía Þórunn á meðal keppenda. Ólafía Þórunn er mest að vinna í stutta spilinu og púttunum um þessar mundir. Þjálfari hennar, Derrick Moore, er með í för ásamt Jussi Pitkanen afreksstjóra GSÍ og Baldri Gunnbjörnssyni sjúkraþjálfara – sem er í fagteymi GSÍ. Derrick Moore hefur starfað um margra ára skeið hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Hann hefur þrívegis verið kjörinn þjálfari ársins hjá PGA samtökunum á Íslandi, 2011, 2015 og 2016. Jussi Pitkanen er afreksstjóri GSÍ og hefur hann m.a. Lesa meira
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2018: Sebastian Heisele (15/33)
Það voru 33 kylfingar sem tryggðu sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór dagana 11.-16. nóvember sl. á Lumine golfstaðnum á Spáni. Það voru 25 efstu og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu, sem tryggðu sér keppnisrétt. Nú hafa verið kynntir þeir 9 sem deildu 25. sætinu og rétt sluppu inn á Evróputúrinn. Nú hafa Jonathan „Jigger“ Thomson, James Heath og Matthew Baldwin frá Englandi, Matthias Schwab frá Austurríki og Henric Sturehed frá Svíþjóð verið kynntir, en þeir eru 5 af 7 sem deildu 18. sætinu. Þessir 7 spiluðu allir á samtals 14 undir pari. Í kvöld verður Sebastian Heisele kynntur. Þjóðverjinn Sebastian Heisele fæddist Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Sigurbjörn Sigfússon – 22. janúar 2018
Afmæliskylfingur dagsins er Sigurbjörn Sigfússon. Sigurbjörn er fæddur 22. janúar 1968 og á því 50 ára merkisfmæli í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Sigurbjörn er trúlofaður Hjálmfríði Þorleif Guðrúnardóttur. Komast má á facebook síðu Sigurbjörns til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið hér að neðan Sigurbjörn Sigfússon – 50 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Becky Pearson, 22. janúar 1956 (62 ára); Ólöf Ásgeirsdóttir, GKG, 22. janúar 1959 (59 ára); Barb Thomas Whitehead, 22. janúar 1961 (57 ára); Unnur Ólöf Halldórsdóttir, GB, 22. janúar 1973 (45 ára) Sigvarður Hans Hilmarsson, 22. janúar 1979 (39 ára); Alfreð Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2018: Celine Borge (2/25)
Golf 1 mun nú kynna þær stúlkur sem hlutu fullan keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna, en lokaúrtökumótið fór fram í Marokkó í 16.-20. desember 2017. Leiknir voru 5 hringir og voru stúlkurnar 60 að þessu sinni sem kepptu um kortið sitt, þ.á.m. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Það voru 25 efstu stúlkurnar sem komust á LET og baráttan í ár var hörð. T.a.m. voru 6 stúlkur jafnar í 24. sætinu á samtals 4 undir pari, 356 höggum og varð að koma til bráðabana milli þeirra því aðeins tvö sæti voru í boði þ.e. það 24. og 25. Það voru tvær norskar stúlkur sem sigruðu í bráðabananum þ.e. þær Celine Borge og Madeleine Lesa meira
Hvað sagði Jon Rahm að loknum sigri á CareerBuilder Challenge? – Bestu högg bráðabanans
Jon Rahm frá Spáni sigraði á CareerBuilder Challenge mótinu á PGA Tour eftir að hafa haft betur í 4 holu bráðabana við Andrew Landry. Um sigur sinn hafði Rahm eftirfarandi að segja: „Þetta er ótrúleg tilfinning. Ég var með góða tilfinningu fyrir deginum í dag (gær) og að spila eins og ég gerði og gefa sjálfum mér tækifæri … það er erfitt að útskýra hvaða þýðingu þetta hefur nú í augnablikinu.“ Um það hvaða þýðingu það hefði fyrir hann að verða nr. 2 á heimslistanum sagði Rahm síðan: „Það er erfitt að trúa því hreinskilningslega sagt að ég sé að fara fram úr Jordan Spieth þ.e. þreföldum risamótsmeistara. Ég meina, Lesa meira










