
Nýju stúlkurnar á LPGA 2018: María Torres (30/49)
Það voru 49 stúlkur sem hlutu spilarétt á LPGA mótaröðina 2018 í gegnum lokaúrtökumót LPGA sem fram fór á LPGA International vellinum í Flórída dagana 28. nóvember – 3. desember s.l.
Það voru 29 sem hlutu takmarkaðan spilarétt og 20 efstu stúlkurnar sem hlutu kortið sitt á LPGA þ.e. fullan þátttökurétt í öllum mótum LPGA 2018.
Venja hefir verið undanfarin ár að kynna „nýju“ stúlkurnar á LPGA og líkt og áður verður byrjað að kynna þær sem rétt sluppu inn á mótaröðina og hlutu takmarkaðan spilarétt endað á þeirri sem sigraði í lokaúrtökumótinu, en það var japanska stúlkan Nasa Hataoka.
Nú hafa verið kynntar þær 2 stúlkur, sem voru hvað óheppnastar, Mind Muangkhumsakul frá Thaílandi og Daniela Darquea frá Ekvador en þær deildu 20. sætinu ásamt Maríu Torres og engu munaði að þær næðu fullum spilarétti á LPGA, en til bráðabana varð að koma milli þeirra þriggja og þar sigraði María.
Nú verður tekið til við að kynna þær 20 stúlkur sem hlutu fullan spilarétt og kortið sitt á LPGA og byrjað á Maríu Torres, sem varð svo sannarlega að berjast fyrir veru sinni á LPGA og hafði betur í bráðabananum
María Torres fæddist í San Juan, Puerto Rico, 1996 og er því 22 ára.
Torres lék eins og þær Darquea og Muangkhumsakul á 2 undir pari, 358 á lokaúrtökumótinu en komst á LPGA eftir að hafa haft betur gegn þeim tveimur fyrrnefndu í bráðabana.
Torres er fyrsti kylfingurinn frá Puerto Rico til þess að hljóta kortið sitt á LPGA í allri sögu mótaraðarinnar.
Hún lék í bandaríska haskólagolfinu með liði University of Florida (skammst. UF) og keppnistímabilið 2016-17 var Torres m.a. WGCA First-Team All American, keppnistímabilið 2015-16 Honorable Mention All American, auk þess em hún var valin 2016 SEC kylfingur ársins og Individual SEC Champion árið 2016.
Til þess að sjá öll afrek Torres á golfvellinum með golfliði UF SMELLIÐ HÉR:
Torres útskrifaðist frá UF með gráðu í fjölskyldu, ungmenna og samfélagsvísindum (ens: Family, Youth and Community Science) í maí 2017 og er nú strax í fyrstu tilraun komin á LPGA!
Eftir útskrift 2017 gerðist Torres atvinnumaður í golfi.
Um það að vinna kortið sitt á LPGA Tour 2018 keppnistímabilið sagði Torres:
„Ég get ekki trúað þessu. Ég hugsa að ég eigi eftir að ná þessu á morgun, en þetta er of mikið núna og ég tala ekki einu sinni ensku. Ég er bara hamingjusöm og spennt að finna út hvað býr í framtíðinni.“
Sjá má nýlegt viðtal við Torres með því að SMELLA HÉR:
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 2. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 18:00 PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
- febrúar. 1. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster