Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2018 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2018: Sebastian Heisele (15/33)

Það voru 33 kylfingar sem tryggðu sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór dagana 11.-16. nóvember sl. á Lumine golfstaðnum á Spáni.

Það voru 25 efstu og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu, sem tryggðu sér keppnisrétt.

Nú hafa verið kynntir þeir 9 sem deildu 25. sætinu og rétt sluppu inn á Evróputúrinn.

Nú hafa Jonathan „Jigger“ Thomson, James Heath og Matthew Baldwin frá Englandi, Matthias Schwab frá Austurríki og Henric Sturehed frá Svíþjóð verið kynntir, en þeir eru 5 af 7 sem deildu 18. sætinu. Þessir 7 spiluðu allir á samtals 14 undir pari. Í kvöld verður Sebastian Heisele kynntur.

Þjóðverjinn Sebastian Heisele fæddist í Heemstede, Hollandi 8. ágúst 1988 og er því 29 ára.

Hann er með hávaxnari mönnum á Evróputúrnum 1,99 m og 94 kg.

Heisele ólst upp í Dubaí og byrjaði fyrst að spila golf 12 ára.  Hann er margfaldur klúbbmeistari í Emirates Golf Club, þar sem Omega Dubai Desert Classic fer fram.

Heisele var síðan í bandaríska háskólagolfinu; en hann lék með golfliði University of Colorado  á árunum  2007 – 2011. Hann útskrifaðist frá University of Colorado með gráðu í arkítektúr 2011 og gerðist atvinnumaður í golfi árið eftir, þ.e. 2012.

Heisele er 2. áhugamaðurinn í golfsögunni  (á eftir Martin Kaymer) til þess að sigra á Pro Golf Tour.

Meðal áhugamála Heisele er að vera á skíðum, fara í gönguferðir og fótbolti.

Sem stendur er Heisele nr. 344 á heimslistanum.

Í dag býr Heisele í München í Þýskalandi.

Til þess að fræðast meira um Heisele má skoða vefsíðu hans með því að SMELLA HÉR: