
Nýju stúlkurnar á LPGA 2018: Brianna Do (31/49)
Það voru 49 stúlkur sem hlutu spilarétt á LPGA mótaröðina 2018 í gegnum lokaúrtökumót LPGA sem fram fór á LPGA International vellinum í Flórída dagana 28. nóvember – 3. desember s.l.
Það voru 29 sem hlutu takmarkaðan spilarétt og 20 efstu stúlkurnar sem hlutu kortið sitt á LPGA þ.e. fullan þátttökurétt í öllum mótum LPGA 2018.
Venja hefir verið undanfarin ár að kynna „nýju“ stúlkurnar á LPGA og líkt og áður verður byrjað að kynna þær sem rétt sluppu inn á mótaröðina og hlutu takmarkaðan spilarétt endað á þeirri sem sigraði í lokaúrtökumótinu, en það var japanska stúlkan Nasa Hataoka.
Nú verður tekið til við að kynna þær 20 stúlkur sem hlutu fullan spilarétt og kortið sitt á LPGA. Í gær var byrjað á Maríu Torres, sem varð svo sannarlega að berjast fyrir veru sinni á LPGA og hafði betur í bráðabana gegn tveimur öðrum og var ein í 20. sæti.
Í dag verður hafist handa við að kynna þær 4 sem deildu 16. sætinu, en það eru Brianna Do, Celine Herbin, Dani Holmqvist og Jessi Tang. Byrjað verður á að kynna Briönnu Do

Brianna Do
©2015 Scott A. Miller
Brianna Do fæddist 3. janúar 1990 á Long Beach, Kaliforníu og er því 28 ára. Hún 1,6 m á hæð.
Do var í Wilson High menntaskólanum og útskrifaðist síðan frá UCLA fyrir 6 árum þar sem hún keppti í 4 ár með háskólaliði sínu í bandaríska háskólagolfinu.
Hún er dóttir Max og Phuong Lam og á 1 bróður Max Jr., og systurina, Dee Dee.
Hún komst á LPGA í fyrstu tilraun sinni 2012 í gegnum Q-school, þ.e. hlaut takmarkaðan spilarétt þá og spilaði aðallega í 2. deildinni, Symetra Tour, en hlaut kortið sitt á LPGA keppnistímabilið 2016. Sjá má viðtal við Do þegar LPGA draumar hennar rættust 2016 með því að SMELLA HÉR:
Það gekk ekkert sérlega vel á LPGA 2016 og var Brianna aftur komin á Symetra 2017. Hún ákvað því að söðla um og reyna fyrir sér í Evrópu.
Meðal hápunkta á ferli Briönnu til þessa er eftirfarandi:
*Varð tvívegis Long Beach Press Telegram leikamaður ársins og þrisvar first team selection.
*Brianna varð tvisvar AJGA All-American selection.
*Briana var í liði Bandaríkjanna í Junior Solheim Cup 2007.
*Hún vann sér inn Second Team All-Pac 10 honors 2010 meðan hún spilaði enn með golfliði UCLA.
*Brianna sigraði US Women’s Amateur Public Links, 2011.

Brianna Do þegar hún sigraði á US Public Links í Bandon Dunes Oregon 2011
Nú keppnistímabilið 2018 er Do að nýju með fullan keppnisrétt á LPGA.
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 2. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 18:00 PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
- febrúar. 1. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster