Nordic Golf League: Haraldur Franklín lauk keppni T-33 á PGA Catalunya Resort Championship
Þrír íslenskir kylfingar: Haraldur Franklín Magnús; Andri Þór Björnsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson tóku þátt í PGA Catalunya Resort Championship, en mótið er hluti Nordic Golf League mótaraðarinnar. Spilað var á tveimur golfvöllum Catalunya Tour og Stadium völlunum. Haraldur Franklín var sá eini af íslensku kylfingunum, sem komst gegnum niðurskurð. Hann lék lokahringinn í dag og lék samtals á 2 undir pari, 212 höggum (73 69 70) og varð í 33. sæti. Sigurvegari mótsins varð Aksel Kristoffer Olsen á samtals 13 undir pari – Reyndar voru 2 aðrir kylfingar á sama skori: Svíinn Joel Sjöholm og Daninn Jeppe Pape Huldahl og hafði Olsen betur í bráðabana gegn þeim. Sjá má Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2018: Julia Engström (17/25)
Golf 1 mun nú kynna þær stúlkur sem hlutu fullan keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna, en lokaúrtökumótið fór fram í Marokkó í 16.-20. desember 2017. Leiknir voru 5 hringir og voru stúlkurnar 60 að þessu sinni sem kepptu um kortið sitt, þ.á.m. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Það voru 25 efstu stúlkurnar sem komust á LET og baráttan í ár var hörð. T.a.m. voru 6 stúlkur jafnar í 24. sætinu á samtals 4 undir pari, 356 höggum og varð að koma til bráðabana milli þeirra því aðeins tvö sæti voru í boði þ.e. það 24. og 25. Það voru tvær norskar stúlkur sem sigruðu í bráðabananum þ.e. þær Celine Borge og Madeleine Lesa meira
Menn brjálaðir út í hægan leik Kevin Na
Kevin Na er með hægari leikmönnum á PGA Tour og veldur sér þar með ómældum óvinsældum. Eitt nýjasta dæmið er þegar hægagangur Na fór í taugarnar á krikkett goðsögninni Kevin Pietersen. Hann tók upp atvik á Genesis Open mótinu sem lauk sl. sunnudag, þar sem Na hangir yfir pútti alveg ótrúlega lengi. Pietersen setti meðfylgjandi myndskeið á Twittersíðu sína og tvítaði: „Seriously Kevin Na? That´s a tap in, mate!“ (Lausleg þýðing: „Í alvöru Kevin Na? Þetta er örstutt pútt, vinur!“) Sjá má myndskeið Pietersen með því að SMELLA HÉR: Þess mætti loks geta að meðal spilahraði stjarnanna á Genesis Open var 5 1/2 tími – Ekki til fyrirmyndar það!!!
Hver er kylfingurinn: Bubba Watson (2018)?
Hver er eiginlega Gerry „Bubba“ Watson? Hann sigraði um helgina (18. febrúar 2018) á Genesis Open í Pacific Palisades, í Kaliforníu og var þetta 10. PGA Tour sigur hans. Hér fer allt nánar um Bubba…. Bubba fæddist 5. nóvember 1978, í Bagdad, Flórída og er því 39 ára. Hann er 1,91 m á hæð og 82 kg. Hann spilar á PGA túrnum og er þekktur fyrir að vera einn af örvhentu kylfingum túrsins og eins er hann þekktur fyrir einstaka högglengd sína. Hann var t.a.m. högglengsti kylfingur PGA Tour 2007 og var meðaldrævlengd hans 315.2 yardar (þ.e. 288 metrar). Boltahraði hans (ens. ball speed) nemur 194 mílum/klst. þ.e. 312 km/klst. Lesa meira
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2018: Charlie Ford (29/33)
Það voru 33 kylfingar sem tryggðu sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór dagana 11.-16. nóvember sl. á Lumine golfstaðnum á Spáni. Það voru 25 efstu og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu, sem tryggðu sér keppnisrétt. Nú nýlega voru kynntir þeir sem deildu 12. sætinu á samtals 16 undir pari en það voru: Pep Angles og Gonzalo Fernandez-Castaño frá Spáni og Laurie Canter frá Englandi. Síðan voru þeir 3 kynntir sem deildu 9. sætinu, sem léku á 17 undir pari, hver en það voru þeir Josh Geary, frá Ástralíu; Mark Foster frá Englandi og Connor Syme frá Skotlandi. Síðast var sá kynntur sem var Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Fannar Ingi og Troy luku leik í 16. sæti á Gator Inv.
Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu, Troy University í Alabama tóku nú um helgina (17.-18. febrúar 2018) þátt í fyrsta móti vorannar skólans, SunTrust Gator Invitational. Mótið fór fram á Mark Bostick golfvellinum, í Gainesville, Flórída. Fannar Ingi lék á samtals 33 yfir pari, 243 höggum (79 85 79). Fannar Ingi hafnaði í síðasta sætinu, því 90. í einstaklingskeppninni og háskólalið hans, Troy einnig í liðakeppninni eða 16. sætinu. Til þess að sjá lokastöðuna í SunTrust Gator Invitational SMELLIÐ HÉR: Næsta mót Troy er Seminole Intercollegiate í Flórída, sem stendur 24.-25. febrúar nk.
Afmæliskylfingur dagsins: Lára Eymundsdóttir – 19. febrúar 2018
Afmæliskylfingur dagsins er Lára Eymundsdóttir. Lára fæddist 19. febrúar 1970. Lára er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið: Lára Eymundsdóttir 19. febrúar 1970 (48 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sean Critton Pappas, 19. febrúar 1966 (52 ára); Richard Green, 19. febrúar 1971 (47 ára); Gregory Clive Owen, 19. febrúar 1972 (46 ára); Áhöfnin Á Vestmannaey , 19. febrúar 1973 (45 ára); Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 19. febrúar 1974 (44 ára). Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2018: Cajsa Persson (16/25)
Golf 1 mun nú kynna þær stúlkur sem hlutu fullan keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna, en lokaúrtökumótið fór fram í Marokkó í 16.-20. desember 2017. Leiknir voru 5 hringir og voru stúlkurnar 60 að þessu sinni sem kepptu um kortið sitt, þ.á.m. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Það voru 25 efstu stúlkurnar sem komust á LET og baráttan í ár var hörð. T.a.m. voru 6 stúlkur jafnar í 24. sætinu á samtals 4 undir pari, 356 höggum og varð að koma til bráðabana milli þeirra því aðeins tvö sæti voru í boði þ.e. það 24. og 25. Það voru tvær norskar stúlkur sem sigruðu í bráðabananum þ.e. þær Celine Borge og Madeleine Lesa meira
Hvað var í sigurpoka Bubba?
Eftirfarandi verkfæri voru í sigurpoka Bubba Watson þegar hann sigraði á Genesis Open, sem fram fór dagana 15.-18. febrúar 2018 í Pacific Palisades í Kaliforníu: Dræver: PING G400 LST (Grafalloy Bi-Matrix Rocket Pink X skaft), 8.5 °. Blendingur: PING G (Matrix Altus Red X skaft), 19°. Járn: PING iBlade (2-járn; True Temper Dynamic Gold Tour Issue X100 skaft), PING S55 (4-PW; True Temper Dynamic Gold Tour Issue X100 sköft). Fleygjárn: PING Glide 2.0 (52SS, 56SS og 60TS°; True Temper Dynamic Gold X100 sköft). Pútter: PING PLD Anser Prototype (34.25 þumlungar). Bolti: Titleist Pro V1X.
Íslensku piltarnir 5 luku keppni á Portuguese Intercollegiate Open
Í gær lauk Portuguese Intercollegiate Open, þar sem 5 íslenskir piltar tóku þátt. Mótið er hluti Global Junior Golf mótaraðarinnar. Mótið fór fram dagana 16.-18. febrúar 2018 . Íslensku piltarnir sem voru við keppni eru: Daníel Ingi Sigurjónsson, GV; Daníel Ísak Steinarsson, GK; Kristófer Tjörvi Einarsson, GV; Lárus Garðar Long, GV og Nökkvi Snær Óðinsson, GV. Af íslensku keppendunum stóð Kristófer Tjörvi sig best en piltarnir luku allir keppni á eftirfarandi skori: T-23 Kristófer Tjörvi Einarsson 17 yfir pari, 233 höggum (79 75 79). 40. sæti Daníel Ísak Steinarsson 26 yfir pari, 242 högg (83 75 84). T-45 Daníel Ingi Sigurjónsson 28 yfir pari, 244 högg (80 80 84). 74. sæti Lesa meira










