Haraldur Franklín Magnús
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 20. 2018 | 15:00

Nordic Golf League: Haraldur Franklín lauk keppni T-33 á PGA Catalunya Resort Championship

Þrír íslenskir kylfingar: Haraldur Franklín Magnús; Andri Þór Björnsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson tóku þátt í PGA Catalunya Resort Championship, en mótið er hluti Nordic Golf League mótaraðarinnar.

Spilað var á tveimur golfvöllum Catalunya Tour og Stadium völlunum.

Haraldur Franklín var sá eini af íslensku kylfingunum, sem komst gegnum niðurskurð.

Hann lék lokahringinn í dag og lék samtals á 2 undir pari, 212 höggum (73 69 70) og varð í 33. sæti.

Sigurvegari mótsins varð Aksel Kristoffer Olsen á samtals 13 undir pari – Reyndar voru 2 aðrir kylfingar á sama skori: Svíinn Joel Sjöholm og Daninn Jeppe Pape Huldahl og hafði Olsen betur í bráðabana gegn þeim.

Sjá má lokastöðuna á PGA Catalunya Resort Championship með því að SMELLA HÉR: