Fannar Ingi Steingrímsson, GHG. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2018 | 16:10

Bandaríska háskólagolfið: Fannar Ingi og Troy luku leik í 16. sæti á Gator Inv.

Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu, Troy University í Alabama tóku nú um helgina (17.-18. febrúar 2018) þátt í fyrsta móti vorannar skólans, SunTrust Gator Invitational.

Mótið fór fram á Mark Bostick golfvellinum, í Gainesville, Flórída.

Fannar Ingi lék á samtals 33 yfir pari, 243 höggum (79 85 79).

Fannar Ingi hafnaði í síðasta sætinu, því 90. í einstaklingskeppninni og háskólalið hans, Troy einnig í liðakeppninni eða 16. sætinu.

Til þess að sjá lokastöðuna í SunTrust Gator Invitational SMELLIÐ HÉR: 

Næsta mót Troy er Seminole Intercollegiate í Flórída, sem stendur 24.-25. febrúar nk.