
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2018: Charlie Ford (29/33)
Það voru 33 kylfingar sem tryggðu sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór dagana 11.-16. nóvember sl. á Lumine golfstaðnum á Spáni.
Það voru 25 efstu og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu, sem tryggðu sér keppnisrétt.
Nú nýlega voru kynntir þeir sem deildu 12. sætinu á samtals 16 undir pari en það voru: Pep Angles og Gonzalo Fernandez-Castaño frá Spáni og Laurie Canter frá Englandi. Síðan voru þeir 3 kynntir sem deildu 9. sætinu, sem léku á 17 undir pari, hver en það voru þeir Josh Geary, frá Ástralíu; Mark Foster frá Englandi og Connor Syme frá Skotlandi. Síðast var sá kynntur sem var einn í 8. sætinu á samtals 18 undir pari, en það var Svíinn Kristoffer Broberg.
Sex „strákar“ deildu með sér 2. sætinu en það voru: Jacques Kruyswijk frá S-Afríku, Andrea Pavan, Ítalíu; Pontus Videgren, Svíþjóð; Anders Hansen og Jeff Winther,frá Danmörku og Charlie Ford, Englandi, en þeir léku allir á samtals 19 undir pari, hver.
Andrea Pavan og Anders Hansen hafa þegar verið kynntir og í dag er það Charlie Ford.
Charles Philip Ford fæddist 1. maí 1985 í Leicester á Englandi.
Hann lék í bandaríska háskólagolfinu með liði University of Tennessee áður en hann gerðist atvinnumaður í golfi 2009.
Hann komst á Áskorendamótaröð Evrópu eftir að hafa komist á lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar 2009 og keppti því á Áskorenamótaröðinni 2010. Þar sigraði hann á 1. og eina mótinu sínu á stórri atvinnumótaröð til dagsins í dag þ.e. the Turkish Airlines Challenge, þar sem hann hafði betur gegn Oscar Florén í bráðabana.
Ford hefir síðan verið á Áskorendamótaröðinni frá 2010-2017, en fyrsta árið hans þar gekk honum best – þ.e. hann varð í 28. sæti á stigalistanum.
Nú er Ford kominn með kortið sitt og full spilaréttindi á bestu golfmótaröð Evrópu keppnistímabilið 2018.
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster
- janúar. 26. 2021 | 06:00 Þjálfarinn Claude Harmon III segir aðskilnaðinn við fv. nemanda sinn Brooks Koepka „hrikalegan“
- janúar. 25. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2020
- janúar. 25. 2021 | 05:00 Hvað var í sigurpoka Kim?