Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2018 | 20:00

LPGA: Ólafía lauk keppni T-58 á Mejers

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur á LPGA úr GR lék á Mejers LPGA Classic for Simple Give. Mótið fór fram dagana 14.-17. júní í Grand Rapids, Michigan og lauk í dag. Ólafía lék samtals á 6 undir pari, 282 höggum (69 72 70 71) og lauk keppni T-58 þ.e. jöfn 6 öðrum í 58. sæti. Fyrir árangur sinn hlaut Ólafía tékka upp á $5,094.00 (u.þ.b. 510.000 íslenskar krónur). Ólafía er í 125. sæti á stigalistanum og þarf að halda vel á spöðunum ætli hún að vera meðal 100 efstu í árslok til að tryggja sér áframhaldandi spilarétt á LPGA. Hún hefir nú spilað í  13 mótum á LPGA á þessu ári Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Dagbjört Bjarnadóttir – 17. júní 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Dagbjört Bjarnadóttir. Dagbjört er fædd 17. júní 1963. Hún er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hún var ávallt meðal efstu í púttmóti Keiliskvenna og hefir tekið þátt í fjölda golfmóta með góðum árangri. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið: Dagbjört Bjarnadóttir (55 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Judy Kimball Simon, 17. júní 1938 (80 ára); Ísland Best Í Heimi, 17. júní 1944 (74 ára); Iceland Ísland (74 ára); Fallega Fólkið, 17. júní 1944 (74 ára) Cathy Sherk (née Graham, 17. júní 1950 (68 ára); Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2018 | 07:00

Gleðilegan Þjóðhátíðisdag 2018!

Gleðilegan Þjóðhátíðardag! Golf 1 óskar lesendum sínum, kylfingum sem öðrum gleðilegs Þjóðhátíðardags! Á þessum degi fagna Íslendingar fæðingu Jóns Sigurðssonar frelsishetju Íslands í sjálfstæðisbaráttunni, en á fæðingardegi hans 1944 var lýðveldið Ísland stofnað á Þingvöllum. Jón Sigurðsson var fæddur 17. júní 1811 á Hrafnseyri við Þingeyri og hefði orðið 207 ára í dag! Í dag, 17. júní fagna Íslendingar sjálfstæði sínu. Í boði voru 12 eftirfarandi mót fyrir kylfinga víðsvegar um landið í dag (jafnmörg og í fyrra): 17.06.18 GV Böddabitamótið Almennt 1 Almennt 17.06.18 GO 25 ÁRA AFMÆLISMÓT GO Punktakeppni 1 Innanfélagsmót 17.06.18 GBE Golfmót Eskju Almennt 1 Almennt 17.06.18 GÁ 17. júnímót Almennt 1 Almennt 17.06.18 GR Hjóna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2018 | 20:00

LET Access: Valdís Þóra lauk keppni T-5 á AXA mótinu

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL tók þátt í AXA Czech Ladies Challenge, sem fram fór dagana 14.-16. júní 2018 og lauk í dag. Mótið fór fram í Golf Resort Konopiste í Bystrice, Tékklandi. Valdís Þóra lék virkilega vel, á samtals 6 undir pari, 210 höggum (73 67 70). Hún lauk keppni T-5 þ.e. deildi 5. sæti með 3 öðrum keppendum: Cloe Frankish frá Englandi, hinni frönsku Ines Lescudier og Fridu Gustafson-Spang frá Svíþjóð. Sjá má lokastöðuna á AXA Czech Ladies Challenge með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Phil Mickelson –—- 16. júní 2018

Það er Phil Mickelson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Mickelson er fæddur 16. júní 1970 í San Diego, Kaliforníu og á því 48 ára afmæli í dag!!! Mickelson er nú nr. 19 á heimslistanum og stendur sig mun betur þar en fyrrum aðalkeppinautur hans Tiger. Mickelson er í 9. sæti yfir þá sem sigrað hafa oftast PGA Tour mót (en Mickelson hefir sigrað í 43 slíkum mótum og nálgast óðfluga þann, sem er í 8. sæti með 45 sigra). Eins hefir Phil sigrað þrívegis á Masters (2004, 2006 og 2010); einu sinni á Opna breska (2013) og einu sinni á PGA Championship (2005). Mickelson er frægur fyrir að hafa 6 sinnum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 15. 2018 | 23:15

Nordic Golf League: Haraldur lauk keppni í 7. sæti á 12 Championship

GR-ingarnir Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson luku keppni í gær á Twelve Championship by Thisted Forsikring, sem er hluti af  Nordic Golf League mótaröðinni. Mótið fór fram dagana 13.-14. júní 2018 í Storådalens Golfklub, Holstebro í Mið-Jótlandi, Danmörku. 12 Championship er eitt af þessum óhefðbundnu golfmótum, sem virðast vera vinsæl þessa dagana þ.e. með óhefðbundu keppnisfyrirkomulagi. Keppnin hefst á því að spilaðir eru tveir 12 holu hringir  og einvörðungu 30 efstu keppendur og þeir sem jafnir eru í 30 sætinu fá að halda áfram.  Þeir spila síðan aftur einn 12 holu hring og fá aðeins helmingur keppenda eða 15 að halda áfram. Það var eftir 3. hring, sem Guðmundur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 15. 2018 | 23:00

LPGA: Ólafía Þórunn komst g. niðurskurð á Mejers mótinu!!!

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, tekur þátt í móti vikunnar á LPGA mótaröðinni: Mejers LPGA Classic for Simply Give. Mótið fer fram í Grand Rapids, Michigan. Ólafía Þórunn hefir samtals spilað á 3 undir pari, 141 höggi og er T-59 þ.e. deilir 59. sætinu með 7 öðrum keppendum, m.a. fv. skólasystur sinni og liðsfélaga í golfliði Wake Forest, Cheyenne Woods, en þær stöllur flugu í gegnum niðurskurð. Niðurskurður var miðaður við samtals 2 undir pari eða betra. Þetta er 13. mótið sem Ólafía Þórunn spilar í á þessu keppnistímabili á LPGA og hún hefir komist 4 sinnum í gegnum niðurskurð. Sem stendur er hún  T-124 á stigalista LPGA, en hún Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 15. 2018 | 22:00

LET Access: Valdís Þóra T-8 e. 2. dag í Tékklandi

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL,  er í góðri stöðu fyrir lokahringinn á AXA mótinu sem fram fer í Tékklandi. Mótið er hluti af LET Access mótaröðinni, sem er næst sterkasta atvinnumótaröð Evrópu í kvennaflokki. Valdís hefur leikið fyrstu tvo hringina af alls þremur á samtals 4 undir pari 140 höggum (73 67). Íslandsmeistarinn 2017 fékk alls sex fugla á hringnum í dag og er hún T-8 þ.e. jöfn 7 öðrum kylfingum í 8. sæti eftir 2. dag. Efst í mótinu fyrir lokahringinn er spænski kylfingurinn Carmen Alonso – Sjá kynningu á Golf 1 á Alonso með því að SMELLA HÉR:  Sjá má heildarstöðuna í AXA mótinu með því að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 15. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Justin Leonard – 15. júní 2018

Afmæliskylfingur dagsins er bandaríski kylfingurinn Justin Leonard. Justin sem heitir fullu nafni Justin Charles Garrett Leonard fæddist í Dallas, Texas 15. júní 1972 og er því 46 ára í dag. Leonard gerðist atvinnumaður í golfi 1994. Á þeim tíma hefir hann m.a. sigrað í 12 mótum á PGA mótaröðinni. Einn fræknasti sigur Leonard var þegar hann sigraði á Opna breska árið 1997. Leonard er kvæntur Amöndu og á 4 börn: Skylar Charles Leonard, Luke Garrett Leonard, Avery Kate Leonard og Reese Ella Leonard. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Margaret Ives Abbott, 15. júní 1878; Salthússmarkaður Á Stöðvarfirði 15. júní 1970 (48 ára); Rakel Þorbergsdóttir, 15. júní 1971 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðjón Henning Hilmarsson – 14. júní 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Guðjón Henning Hilmarsson, GKG. Guðjón Henning er fæddur 1988 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfings til þess að óska Guðjóni Henning til hamingju með daginn hér að neðan: Guðjón Henning Hilmarsson – 30 ára stórafmæli– Innilega til hamingju!!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Teruo Sugihara, 14. júní 1937 – d. 28. desember 2011. Japönsk golfgoðsögn; Catherine Rita Panton-Lewis, 14. júní 1955 (63 ára); Davíð Rúnar Dabbi Rún, 14. júní 1971 (47 ára); Berglind Rut Hilmarsdóttir, 14. júní 1973 (45 ára); Oddgeir Þór Gunnarsson, 14. júní 1973 (45 ára); Stéphanie Arricau, 14. júní 1973 (45 ára); Lesa meira