Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2018 | 03:00

Rickie Fowler trúlofast

Sorgarfréttir fyrir Rickie Fowler aðdáendur – hann er kominn af markaðnum – búinn að trúlofa sig.

Sú heppna er fyrrum stangarstökkvari og núverandi fitness módel Allison Stokke.

Rickie bað kærustu sinnar á strönd einni að viðstöddum vini sínum, Justin Thomas.

Rickie fór niður á hnéskeljarnar í sandinum og bað Allison, sbr. meðfylgjandi mynd:

Í Bandaríkjunum var svokallaður „National Best Friend Day“ daginn sem Rickie trúlofaðist.

Hann skrifaði því á Instagram: „Today was National Best Friend Day so I wanted to lock mine down…I WON!!,”

(Lauasleg þýðing: „Í dag er bestu vinar dagur, þannig að ég ætlaði að taka minn frá … og ÉG VANN!!“