Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2018 | 09:00

NK: Annika með golfsýningu á Nesvelli kl. 11:30 – 13:00 í dag! Fjölmennum!!!

Golf sýnikennsla (golf clinic) verður í boði fyrir almenning á Nesvellinum, mánudaginn 11. júní frá kl. 11.30-13.00

Allir eru velkomnir og við hvetjum ykkur til að fjölmenna á þennan sögulega viðburð. Síðast kom Jack Nicklaus á Nesið. Nú er komið að einum sigursælasta kylfingi sögunnar.

Margfaldur Íslandsmeistari kvenna og PGA kennari, Ragnhildur Sigurðardóttir, býður Anniku velkomna og Ólafur Loftsson, margfaldur NK meistari og Íslandsmeistari karla tekur þátt með Anniku.

Að sögn Kristins Ólafssonar formanns Nesklúbbsins segir hann það fyrst og fremst vera heiður og mikla viðurkenningu fyrir klúbbinn að Nesvöllurinn hafi orðið fyrir valinu fyrir slíkan stórviðburð.

Við verðum tilbúin í þetta stóra verkefni. Með dyggri aðstoð sjálboðaliða úr klúbbnum búum við náttúrulega yfir áralangri reynslu að halda viðburð á við Shoot-outið/Einvígið á Nesinu en þetta verður miklu stærra. Við erum svo heppin að félagsmenn okkar eru alltaf tilbúnir þegar til þeirra er leitað og við treystum þeim eftir sem áður til að leggjast á eitt og vera tilbúnir í þau störf sem fyrir liggja til að gera þennan viðburð ekki bara klúbbnum, heldur golfíþróttinni á Íslandi til sóma. Þeir kylfingar sem hafa verið lengi í golfi muna eflaust eftir þegar að Jack Nicklaus kom og hélt á Nesvellinum sambærilega sýningu 1976. Það er því stórkostlegt að fá tækifæri til að taka nú á móti Anniku Sörenstam, einu stærsta nafninu í sögu kvennagolfsins til okkar á Nesvöllinn„.