Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2018 | 12:00

GL: Afmælismót Steina Gísla 24. júní n.k.!!!

Árið 2018 er stórafmælisár hjá árgangi 1968. Af því tilefni mun árgangur 1968 á Akranesi halda „lauflétt“ golfmót á Garðavelli sunnudaginn 24. júní.

Skagamaðurinn Sigursteinn Davíð Gíslason eða „Steini Gísla“ fæddist 25. júní 1968 . Mótið er haldið að því tilefni. Steini Gísla lést langt fyrir aldur fram þann 16. janúar 2012, aðeins 43 ára að aldri.

ALLIR keppendur verða ræstir út á sama tíma kl. 18.00.

Við fáum án efa bjarta sumarnótt á „Flórída-Skaganum“. Gert er ráð fyrir að keppni ljúki rétt fyrir miðnætti. Við getum því fagnað 50 ára afmælisdegi Steina Gísla í mótslok.

Keppnisfyrirkomulagið er fjögurra manna Texas-Scramble.
Sem þýðir í raun að þú þarft ekki að kunna neitt í golfi til að taka þátt ;-).

Keppnisgjaldið er 5.000 kr. – Innifalið í því er „Burger og einn kaldur“.

Þessi viðburður er einnig ætlaður þeim sem vilja einfaldlega hittast og eiga góða stund saman.

Það verður að sjálfsögðu opið í golfskálanum á meðan mótið fer fram fyrir þá sem taka ekki þátt í golfinu.

Það eru allir velkomnir – Skagamenn á öllum aldri, sem og KR-ingar, Leiknismenn og allir aðrir sem hafa áhuga að gleðjast með okkur í tilefni 50 ára afmælisdegi Steina Gísla.

Þeir sem hafa ætla að taka þátt í golfmótinu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við:

Sigurður Elvar Þórólfsson. Í gegnum facebook netfangið skagafrettir@gmail.com eða síma 864-1865.

Mynd: Eva Björk