Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2018 | 16:30

GKB: Páll Kr. Pálsson fékk ás!!!

Það er alltaf gaman þegar kylfingar ná draumahögginu.

Það gerði Páll Kr. Pálsson á Kiðjabergsvelli á dögunum.

Hann gerði sér lítið fyrir síðasta dag maí mánaðar og sló beint í holu af teig á 16. braut, sem er um 120 metra löng.

Golf1 óskar Páli innilega til hamingju með draumahöggið!!!