PGA: Na sigraði á Greenbrier
Það var bandaríski kylfingurinn Kevin Na, sem sigraði á A Military Tribute at The Greenbrier mótinu, sem var mót vikunnar á PGA Tour Na lék á samtals 19 undir pari og átti heil 5 högg á þann sem næstur kom, Kelly Kraft. Þriðja sætinu deildu síðan þeir Brandt Snedeker og Jason Kokrak á samtals 13 undir pari, hvor. Sjá má lokastöðuna á A Military Tribute at The Greenbrier með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta lokahrings A Military Tribute at The Greenbrier með því að SMELLA HÉR:
Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur lauk keppni T-45 í Prag
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG lauk keppni á móti Áskorendamótaraðar Evrópu, Prague Golf Challenge. Axel Bóasson tók einnig þátt í mótinu en náði því miður ekki niðurskurði og munaði aðeins 2 höggum! Birgir lék samtals á 282 höggum (73 68 70 71) og varð T-45 Sigurvegari mótsins varð enski kylfingurinn Ben Stow, sem lék á samtals 18 undir pari. Sjá má lokastöðuna á Prague Golf Challenge með því að SMELLA HÉR:
GA: Marianna og Tumi klúbbmeistarar 2018
Nú hefur Meistaramót GA verið í gangi síðustu daga og lauk því í gær með lokahófi og verðlaunaafhendingu. Keppendur fengu að spila í allskonar veðri yfir alla fjóra dagana og skartaði Jaðar sínu öllu fegursta. Flottir taktar sáust á mótinu í ár þar sem helst ber að nefna þá Patrik og Rúnar sem tókst báðum að fara holu í höggi á fyrsta degi mótsins og auðvitað spiluðu margir keppendur glæsilega hringi. Yngri flokkar GA spiluðu Meistaramót sitt á mánudegi og þriðjudegi þar sem annars vegar var leikið á Dúddisen vellinum og hinsvegar á stóra vellinum. Krakkarnir stóðu sig frábærlega og var mikið stuð þá tvo daga. Klúbbmeistarar GA þetta árið Lesa meira
GSS: Árný Lilja og Arnar Geir klúbbmeistarar 2018
Meistaramóti GSS 2018 lauk nú um helgina. Meistaramót Golfklúbbs Sauðárkróks í flokki fullorðinna var haldið 4-7.júlí 2018. Keppt var í nokkrum flokkum og var þátttaka með ágætum í flestum þeirra. Veðrið var með ágætum alla dagana þrátt fyrir að veðurspár voru ekki sammála, og voru veður spár mun verri en varð í raun. Spilaðar voru 72 holur á fjórum dögum í öllum flokkum nema öldungaflokki kvenna þar sem spilaðar voru 54 holur. Hlíðarendavöllur er í sína besta standi eins og síðastliðið sumar og ástæða til að hvetja fólk til að skella sér á völlinn. Lokahóf meistaramóts var síðan haldið í Golfskálanum laugardagskvöldið 7.júlí. Klúbbmeistarar GSS að þessu sinni urðu þau Lesa meira
Evróputúrinn: Knox sigraði á Opna írska e. bráðabana v/Fox
Það var Skotinn Russell Knox sem bar sigur úr býtum á Opna írska. Knox og Ryan Fox frá Nýja Sjálandi voru efstir og jafnir eftir hefðbundna 4 hringi – báðir á samtals 14 undir pari, hvor og varð því að koma til bráðabana milli þeirra. Þar hafði Knox betur strax á 1. holunni, sem var par-4, en þar náði Knox fugli meðan Fox tapaði á pari. Til þess að sjá hápunkta lokahrings Opna írska SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá lokastöðuna á Opna írska SMELLIÐ HÉR:
GFB: Björg Trausta og Sigurbjörn klúbbmeistarar 2018
Meistaramót Golfklúbbs Fjallabyggðar (GFB) fór fram dagana 4. -7. júlí og lauk í gær. Þátttakendur í ár voru 17 og var keppt í 6 flokkum. Klúbbmeistarar 2018 eru Björg Traustadóttir og Sigurbjörn Þorgeirsson. Heildarúrslit í meistaramóti 2018 hjá GFB eru eftirfarandi: 1 flokkur kvenna: 1 Björg Traustadóttir GFB 15 F 38 43 81 15 78 92 81 251 53 2 Dagný Finnsdóttir GFB 13 F 38 45 83 17 88 83 83 254 56 3 Rósa Jónsdóttir GFB 16 F 44 41 85 19 87 85 85 257 59 4 Sara Sigurbjörnsdóttir GFB 21 F 41 45 86 20 97 98 86 281 83 5 Sigríður Guðmundsdóttir GFB 19 F Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Einar Ásgeir Hoffmann Guðmundsson – 8. júlí 2018
Afmæliskylfingur dagsins er Einar Ásgeir Hoffman Guðmundsson. Einar Ásgeir er fæddur 8. júlí 1997 og á því 21 árs afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbi Kiðjabergs. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Einar Ásgeir Hoffmann Guðmundsson (21 árs – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mimmo Lobello, 8. júlí 1970 (48 ára); Juan Carlos Rodriguez, 8. júlí 1975 (43 ára); Julie Yang (spilar á LPGA), 8. júlí 1995 (23 ára) og Svava Grímsdóttir . Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju Lesa meira
Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur á 70 á 3. hring
Axel Bóasson, GK og Birgir Leifur Hafþórsson, GKG byrjuðu báðir á móti Áskorendamótaraðar Evrópu, Prague Golf Challenge. Axel náði ekki niðurskurði og munaði aðeins 2 höggum! Birgir er búinn að spila á samtals 211 höggum (73 68 70) og er T-39 eftir 3. dag! Lokahringur mótsins verður spilaður í dag. Fylgjast má með gengi Birgis Leifs með því að SMELLA HÉR:
PGA: Kraft og VarnerIII í 1. sæti f. lokahring Greenbrier
Það eru þeir Kelly Kraft og Harold Varner III sem deila forystunni á A Military Tribute at The Greenbrier, móti vikunnar á PGA Tour. Þeir hafa báðir spilað á samtals 14 undir pari, hvor. Þriðja sætinu deila þeir Xander Schauffele og Kevin Na aðeins 1 höggi á eftir. Til þess að sjá stöðuna á The Greenbrier SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 3. dags á The Greenbrier SMELLIÐ HÉR:
GVG: Hugrún og Heimir Þór klúbbmeistarar 2018
Meistaramót Golfklúbbsins Vestarr á Grundarfirði fór fram dagana 26.-29. júní 2018. Þátttakendur voru 17 og keppt var í 5 flokkum. Klúbbmeistarar GVG 2018 eru Hugrún Elísdóttir og Heimir Þór Ásgeirsson. Helstu úrslit í Meistaramóti GVG 2018 urðu eftirfarandi: 1 flokkur kvenna 1 Hugrún Elísdóttir GVG 12 F 46 47 93 21 89 91 93 273 57 2 Anna María Reynisdóttir GVG 14 F 48 47 95 23 97 93 95 285 69 3 Jófríður Friðgeirsdóttir GVG 13 F 46 49 95 23 96 96 95 287 71 1 flokkur karla 1 Heimir Þór Ásgeirsson GVG 7 F 39 33 72 0 80 87 72 239 23 2 Bent Christian Russel Lesa meira










