Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 8. 2018 | 20:00

Evróputúrinn: Knox sigraði á Opna írska e. bráðabana v/Fox

Það var Skotinn Russell Knox sem bar sigur úr býtum á Opna írska.

Knox og Ryan Fox frá Nýja Sjálandi voru efstir og jafnir eftir hefðbundna 4 hringi – báðir á samtals 14 undir pari, hvor og varð því að koma til bráðabana milli þeirra.

Þar hafði Knox betur strax á 1. holunni, sem var par-4, en þar náði Knox fugli meðan Fox tapaði á pari.

Til þess að sjá hápunkta lokahrings Opna írska SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna á Opna írska SMELLIÐ HÉR: